Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 40
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hóla, gervigígi. Jarðvegur hefur svo myndazt fyrr á þessu en á hinu gjallkennda hrauni. Skammt austan við Ytri-Dalbæ og norðan Rásar liggja hin gömlu Hólmstún með rústum af gamla Hólmsbænum, sem þar stóð áður en Skaftáreldurinn brenndi mikinn hluta þeirrar jarðar 1783. Ekki fæ ég betur séð en að þessi gömlu tún liggi líka á Landbrots- hrauninu. Hins vegar get ég ekkert fullyrt um núverandi Hólms- bæ að svo stöddu. Mjög greinileg „hraunbrún“ er þó rétt sunnan við bæinn, og þar hverfa gjallhólarnir, en hvort hraunið sjálft endar þar eða ekki skal ósagt látið. Hvenœr brann hraunið? Þorvaldur Thoroddsen liélt því fram, að hraunin í Landbroti og á Mýrdalssandi væru frá sömu eldstöðvum og sama gosi, gosinu í Eldgjá á Skaftártunguafrétti. Hann taldi líklegt, að þetta mikla gos hefði átt sér stað eftir að land byggðist og sennilega nálægt 950 (5). Lengi hefur mér leikið grunur á, að þetta gæti ekki verið rétt. Það er þó athyglisvert, að Landnáma getur ekki um Land- brotið eða neina byggð á þeim slóðum. Sigurður Þórarinsson held- ur því fram, að hraunið hafi örugglega runnið „nokkru fyrir land- námsöld", en sé líklega ekki eldra en frá um 700 e. Kr. (8) Neðantil í rofinu lijá Ytra-Dalbæ kemur fram allþykkt lag af gróðurleifum. Þær eru sums staðar meira en einn metri á þykkt, og ber þar mest á skógarleifum og viðar. Þetta myndar ekki óslitið lag í rofinu, heldur kemur fyrir á nokkrum stöðum. Mér þykir líklegast, að þarna hafi mest megnis verið þurrlendi en með tjörnum og mýrabollum á stöku stað. Sennilega hefur þarna verið dálítill skógur, en leifar þess gróð- urs hafa varðveitzt aðeins þar, sem nægilegt vatn var fyrir hendi. Birkilurkar eru þarna víða og ekki óalgengt að þeir séu 5—6 cm í þvermál. Sumarið 1953 tók ég sýnishorn neðst úr lurkalaginu hjá Ytri- Dalbæ, og hefur það nú verið aldursákvarðað með C14 aðferð- inni í rannsóknastofu háskólans í Uppsölum. Ákvörðun þessa hef- ur Dr. Ingrid Olsson gert. Til frekari öryggis voru gerðar tvær ákvarðanir á sama sýnishorni, sem merkt var U 3. Aldurinn er talinn frá árinu 1957. Aldursákvarðanirnar sýndu 1710±120 ár og 1910±120 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.