Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 40
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hóla, gervigígi. Jarðvegur hefur svo myndazt fyrr á þessu en á hinu gjallkennda hrauni. Skammt austan við Ytri-Dalbæ og norðan Rásar liggja hin gömlu Hólmstún með rústum af gamla Hólmsbænum, sem þar stóð áður en Skaftáreldurinn brenndi mikinn hluta þeirrar jarðar 1783. Ekki fæ ég betur séð en að þessi gömlu tún liggi líka á Landbrots- hrauninu. Hins vegar get ég ekkert fullyrt um núverandi Hólms- bæ að svo stöddu. Mjög greinileg „hraunbrún“ er þó rétt sunnan við bæinn, og þar hverfa gjallhólarnir, en hvort hraunið sjálft endar þar eða ekki skal ósagt látið. Hvenœr brann hraunið? Þorvaldur Thoroddsen liélt því fram, að hraunin í Landbroti og á Mýrdalssandi væru frá sömu eldstöðvum og sama gosi, gosinu í Eldgjá á Skaftártunguafrétti. Hann taldi líklegt, að þetta mikla gos hefði átt sér stað eftir að land byggðist og sennilega nálægt 950 (5). Lengi hefur mér leikið grunur á, að þetta gæti ekki verið rétt. Það er þó athyglisvert, að Landnáma getur ekki um Land- brotið eða neina byggð á þeim slóðum. Sigurður Þórarinsson held- ur því fram, að hraunið hafi örugglega runnið „nokkru fyrir land- námsöld", en sé líklega ekki eldra en frá um 700 e. Kr. (8) Neðantil í rofinu lijá Ytra-Dalbæ kemur fram allþykkt lag af gróðurleifum. Þær eru sums staðar meira en einn metri á þykkt, og ber þar mest á skógarleifum og viðar. Þetta myndar ekki óslitið lag í rofinu, heldur kemur fyrir á nokkrum stöðum. Mér þykir líklegast, að þarna hafi mest megnis verið þurrlendi en með tjörnum og mýrabollum á stöku stað. Sennilega hefur þarna verið dálítill skógur, en leifar þess gróð- urs hafa varðveitzt aðeins þar, sem nægilegt vatn var fyrir hendi. Birkilurkar eru þarna víða og ekki óalgengt að þeir séu 5—6 cm í þvermál. Sumarið 1953 tók ég sýnishorn neðst úr lurkalaginu hjá Ytri- Dalbæ, og hefur það nú verið aldursákvarðað með C14 aðferð- inni í rannsóknastofu háskólans í Uppsölum. Ákvörðun þessa hef- ur Dr. Ingrid Olsson gert. Til frekari öryggis voru gerðar tvær ákvarðanir á sama sýnishorni, sem merkt var U 3. Aldurinn er talinn frá árinu 1957. Aldursákvarðanirnar sýndu 1710±120 ár og 1910±120 ár.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.