Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 20
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kom heim um vorið á fleka, er hann gerði af rekavið, og hlóð hann fugli og selskinnum. Varla er hér um sannsögulegan atburð að ræða, þótt vera megi, að þarna hafi geymzt minni um eyju þessa norður í höfum. Ekki fara sannar sagnir af ferðum íslendinga til Jan Mayen fyr en á þessari öld, þótt vera megi, að skip hafi hrakizt þangað. Árið 1918 fór vélskipið Snorri frá Akureyri til Jan Mayen, til þess að sækja rekavið, en kunnugt var þá löngu um, að á Jan Mayen væri gnótt rekaviðar. Fararstjóri var Gunnar Snorrason á Akureyri. Voru þeir um þrjár vikur í ferðinni, en dvöldust við Jan Mayen frá 28. júlí til 5. ágúst. Hlóðu þeir skipið af rekaviði, aðallega í Rostungsvíjg. Tókst ferðin hið bezta. Með í förinni var Freymóð- ur Jóhannsson, listmálari. Skrifaði hann skemmtilega og greina- góða ferðasögu og lýsingu á eynni í Óðin 1922. Mun ekki annað liafa verið ritað um Jan Mayen á íslenzku, nema stutt en glögg yfir- litsgrein, einkum sögulegs efnis, er Þorsteinn Þorsteinsson, síðar sýslumaður, reit í Skími 1912. Mér er ekki kunnugt um, að aðrir leiðangrar hafi verið geiðir út af íslendingum til Jan Mayen, en þessi för Gunnars og svo ferð okkar, sem frá var skýrt í upphafi þessa máls. En varðskipið Ægir hefur komið þar við hin síðari árin í liafrannsóknaleiðangrum, og ef til vill fleiri skip. Enda er naumast hægt að segja, að menn eigi mörg erindi þangað. 11. GRÓÐURATHUGANIR. Ýmsir grasafræðingar hafa heimsótt Jan Mayen, en flestir hafa haft þar skamma viðdvöl. Lengst dvaldi þar Norðmaðurinn Johannes Lid ásamt aðstoðarmanni sínum, eða frá 14. júlí til 25. ágúst 1930. Ekkert hefur samt enn birzt um rannsóknir hans á háplöntugróðri eyjarinnar, en fullsamin er ritgerð um það efni. Annars hefur ýmislegt verið ritað um gróður á Jan Mayen, og er hins helzta getið í heimildaskrá. Eins og getur í upphafi, voru skilyrði til gróðurathugana ekki góð í ferð minni. Ferðin var farin svo snemma sumars, að gróður var að vakna af vetrardvalanum, og einungis fyrstu vorplöntumar höfðu náð að blómgast, er við fórum þaðan. Þegar þess er og gætt, að flestar plöntur þarna eru harla smávaxnar, þótt fullorðnar séu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.