Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 20
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
kom heim um vorið á fleka, er hann gerði af rekavið, og hlóð hann
fugli og selskinnum. Varla er hér um sannsögulegan atburð að ræða,
þótt vera megi, að þarna hafi geymzt minni um eyju þessa norður
í höfum.
Ekki fara sannar sagnir af ferðum íslendinga til Jan Mayen fyr
en á þessari öld, þótt vera megi, að skip hafi hrakizt þangað. Árið
1918 fór vélskipið Snorri frá Akureyri til Jan Mayen, til þess að
sækja rekavið, en kunnugt var þá löngu um, að á Jan Mayen væri
gnótt rekaviðar. Fararstjóri var Gunnar Snorrason á Akureyri.
Voru þeir um þrjár vikur í ferðinni, en dvöldust við Jan Mayen
frá 28. júlí til 5. ágúst. Hlóðu þeir skipið af rekaviði, aðallega í
Rostungsvíjg. Tókst ferðin hið bezta. Með í förinni var Freymóð-
ur Jóhannsson, listmálari. Skrifaði hann skemmtilega og greina-
góða ferðasögu og lýsingu á eynni í Óðin 1922. Mun ekki annað liafa
verið ritað um Jan Mayen á íslenzku, nema stutt en glögg yfir-
litsgrein, einkum sögulegs efnis, er Þorsteinn Þorsteinsson, síðar
sýslumaður, reit í Skími 1912.
Mér er ekki kunnugt um, að aðrir leiðangrar hafi verið geiðir
út af íslendingum til Jan Mayen, en þessi för Gunnars og svo ferð
okkar, sem frá var skýrt í upphafi þessa máls. En varðskipið Ægir
hefur komið þar við hin síðari árin í liafrannsóknaleiðangrum, og
ef til vill fleiri skip. Enda er naumast hægt að segja, að menn eigi
mörg erindi þangað.
11. GRÓÐURATHUGANIR.
Ýmsir grasafræðingar hafa heimsótt Jan Mayen, en flestir hafa haft
þar skamma viðdvöl. Lengst dvaldi þar Norðmaðurinn Johannes
Lid ásamt aðstoðarmanni sínum, eða frá 14. júlí til 25. ágúst 1930.
Ekkert hefur samt enn birzt um rannsóknir hans á háplöntugróðri
eyjarinnar, en fullsamin er ritgerð um það efni. Annars hefur
ýmislegt verið ritað um gróður á Jan Mayen, og er hins helzta
getið í heimildaskrá.
Eins og getur í upphafi, voru skilyrði til gróðurathugana ekki
góð í ferð minni. Ferðin var farin svo snemma sumars, að gróður
var að vakna af vetrardvalanum, og einungis fyrstu vorplöntumar
höfðu náð að blómgast, er við fórum þaðan. Þegar þess er og gætt,
að flestar plöntur þarna eru harla smávaxnar, þótt fullorðnar séu,