Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 14
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN miklu eldra, þannig að ekkert sé raunverulega eftir af því nema rúst ein. Suðurey er öll næsta eldbrunnin. Hún er hlaðin upp úr basalt- lögum, oftast mjög lausum og gjallkenndum. Greinileg lagamót koma þar fram í sjávarhömrum. Nálægt miðri Suðurey, í Bombelles- fjalli, kvað vera líparít, og mun líparítframburðurinn í Hollend- ingavík þaðan komin. Mikill hluti hásléttunnar er þakinn hraun- um, og hafa þau, sem fyrr segir, flest fallið til norðurs, en ein- stöku hraunfossar hafa þó fallið fram af suðurbrúnum eyjarinnar. Wordie telur líparítið meðal elztu myndana á eynni, og út frá þeim forsendum telur hann Suðurey tiltölulega gamla. Hvað sem rétt er í því, þá er víst, að þar hafa eldsumbrot haldizt löngu eftir að þeim var lokið á Miðey. Þar sem hvorki eru ár né eiginleg stöðuvötn á Jan Mayen, er eðhlegt, að lítið sé þar um eiginlegt setberg. Móbergið þar virðist að langmestu leyti vera gosmyndanir, þó sýnist sem setberg sé í Rostungnum. í suðurmynni dals þess, sem fyrr var getið, að lægi frá Haugenstranda yfir til Rekavíkur, er lágur molabergshöfði, ekki ólíkur Eggey við fyrstu sýn. Sandsteinninn er þó miklum mun harðari og lagskipting greinilegri. Ofan á sandsteininum er fín- gerð, lagskipt móhella, líkust hvarfleir, en ofan til í henni er lag af fíngerðum, ljósum leirsteini. Hafa lögin lagst í fellingar, sbr. 6. mynd. Ljósa lagið er um 20 cm á þykkt. Naumast er þarna um annað að ræða en gamalt vatnaset. Wordie telur, að Norðurey sé öll frá kvartertíma, en vera megi að Mið- og Suðurey séu að einhverju leyti eldri, eða frá tertier- tíma. Annars virtist mér öll bergmyndun hvarvetna á eynni bera mestan svip hinna kvarteru myndana hér á íslandi, svo að oft lá við að mér fyndist þarna vera dálítill bútur úr íslenzku móbergs- mynduninni. Einn verulegur munur sýndist mér þó á basaltinu á Jan Mayen og íslenzku basalti. Jan Mayen basaltið er miklu auðugra af olivini en það íslenzka, og verður þess einkum vart í roksandinum, sem allur glitrar af olivinkomum. Veðurfar. Veðrátta er köld og hráslagaleg á Jan Mayen, þó ber enn meira af, hversu óstöðug hún er. Góðviðri getur á svipstundu snúizt upp í ofsarok, með snjókomu eða sandbyl eftir atvikum. Sjaldan er þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.