Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 12
66 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í hólnum eru 9—10 grjótþústir, sem sennilega eru gömul leiði. í einni þeirra sást á kistufjöl. Enn eru tvær þústir landmegin í hóln- um, sem gætu verið leiði, en eru annars mjög mosagrónar. Ofan við Rostungsvíkina er örþunn fjallsbrík, sem að lögun minnir mjög á gígbarm, en þar fyrir ofan tekur við flatneskja yfir að brúnum, ofan syðsta hluta Rekavíkur. Standa einstakir hnjúkar upp af henni, en sunnar tekur við fjalllendi Suðureyjar, sem er hnjúkótt og eldbrunnið. Ofannefnd flatneskja er vaxin tiltölulega sam- felldri mosaþembu, en undirlag hennar virtist mér vera jökulsorf- ið grágrýtishraun. Ekki skal það þó fullyrt, sakir þess, að enn var víðast svo frosið, að erfitt var að ná mosanum af. Við Rostunginn má kalla að Suðurey Ijúki. Austur af honum hefst Maríuvík. Næst Rostungnum er löng sandströnd, Haugen- stranda, sem mjög minnir á sandana í Rekavík. Frá Haugenstranda gengur grunnur dalur á ská suðvestur yfir eyna, að norðurenda Suðurlóns, norðan undir Hannfjalli. Þar virtist mér greiðfærast yfir eyna, því að varla var um nokkurn verulegan bakka að ræða hvorugu megin. Frá Haugenstranda eru strandbjörg með mjórri fjöru undir allt norður að Austurríki og Kirkjufelli, sem fyrr er getið. Jarðmyndanir. Jan Mayen er að öllu leyti mynduð af eldgosum. í raun réttri má segja, að eyjan sé öll samfelldar eldstöðvar, þótt nokkurt bil sé á milli gíganna. Eins og fyrr getur, er eldfjallið Bjarnarfjall all- ur norðurhluti eyjarinnar. Auk toppgígsins eru nokkrir hliðar- gígar í fjallinu, að minnsta kosti að sunnanverðu, og hefur hraun runnið frá þeim. Jarðfræðingar telja Bjarnarfjall eitt af fyrirferð- armestu strýtu eldfjöllum jarðarinnar, bæði að hæð og ummáli. Talið er að efri hluti keilunnar sé úr basalti, en grunnurinn úr móbergi, sem er grátt og grófgert neðantil, en ljósara að ofan. Kemur móbergsmyndun þessi fram samfelld um alla suðurströnd Norðureyjar, og er um þrjú hundruð metra þykk. Enginn vafi leikur á því, að Bjarnarfjall er ungt eldfjall. Hins vegar hefur það ekki látið á sér bæra síðan eyjan fannst fyrst. Sennilega er langt síðan gos hafa komið úr toppgígnum, en hraunið, sem fyrr getur, að runnið hafi niður í Rekavík, er unglegt. Einkum benda breyt- ingarnar á strandlengjunni til þess, að þar sé um nýsmíði að ræða. Það hraun hefur runnið frá gíg í suðurhlíð fjallsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.