Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 4
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN unnið var á. Fór ég at' þeim sökum minna um, og eingöngu um mið- og suðurhluta eyjarinnar, því að þar var rekinn hirtur. Lega — Landslag. Jan Mayen liggur norðaustur í liafi, 290 mílur undan Langa- nesi. Þaðan eru 555 mílur til Tromst) í Noregi, en 250 til Græn- lands, þar sem skemmst er í milli. Eyjan er umlukt djúpu hafi, og þótt hún heyri til hasaltsvæði Norður-Atlantshafsins, hefur hún engin bein tengsli neðansjávar við önnur lönd þess, enda þótt nokkur grunnsævishali bendi í átt til íslands. Stefna eyjarinnar er frá suðvestri til norðausturs, eða liin sama og gossprungnanna um suðurhluta íslands. Ef dregin er lína eftir lengdarás eyjarinnar og hún framlengd til íslands mun láta nærri að hún falli í stefnu móbergssvæðisins íslenzka frá Langanesi til Reykjaness. Sakir þess, hversu eyjan liggur, verður hér samkvæmt venju Norðmanna suð- austurströndin kölluð að sunnanverðu, og norðvesturströndin að norðanverðu á eynni. Eyjan er aflöng, minnir lögun hennar helzt á tölustafinn 8, en neðri hluti þó lengri og mjórri. Hún er 53.7 km á lengd og þannig nokkru styttri en Eyjafjörður. Að flatarmáli er hún 371.8 km2. Víðast má kalla aðdjúpt við Jan Mayen, en sker nokkur eru þar með ströndum fram. Sum þeirra rísa hátt úr sjó, svo sem Vitinn (Fyrtárnet) vestarlega við suðurströndina, en önnur mara í kafi og á sumum brýtur aðeins í brimi. Sennilega eru sker þessi annað- hvort leifar fornra hraunstrauma, eða beinlínis bergstandar innan úr eyddum eldfjöllum. Eyjan skiptist í tvo hluta, Norðurey og Suðurey (Nord-Jan og Sör-Jan). Nyrzti hluti Suðureyjar upp af Rekavík er þó svo sér- stakur, að réttmætt er að kalla hann Miðey. Norðurey er miklu breiðust, um 15 km á breidd en 18 á lengd. í raun réttri er hún eitt fjall, eldfjallið Bjarnarfjall (Beerenberg), sem er 2277 m á hæð, ströndin öll er brotin með sjávarhömrum, sums staðar allháum, einkum að austanverðu. Að sunnan og norð- an eru bakkamir lægri. Eiginlegt undirlendi er |«r ekki, nema dálítill hali nyrzt og austast, og breiður flái, sem liggur upp að meginfjallinu að sunnan og vestan. Efri hluti fjallsins frá h. u. b. 700 m hæð er þakinn jökli. í toppi þess er skeifulaga eldgígur furðumikill, og standa nokkrir tindar upp úr jöklinum á brúnum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.