Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 30
84
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
um mestallt beltið, og þekur hann öllu meira en lambagrasið.
Hins vegar er hann mjög smávaxinn, en var þó að byrja að blómg-
ast. Smáskúfar eru þar af blávingli (Festuca vivipara) og örfáir topp-
ar af vetrarblómi (Saxifraga oppositifolia) og þúfusteinbrjót (S.
cæspitosa), sem sýktur var af rauðleitum sveppi, svo að plantan
var öll með rauðgulum blæ. Lítið eitt óx þar af fjallhæru (Luzula
confusa), Ólafssúru (Oxyria digyna) og sveifgrasi (Poa. sp.).
2. belti nær niður undir botn dældarinnar. Lar eru brúnir mos-
ar drottnandi í gróðursvip. Gráfléttan er álíka og í 1. belti, en
flestar háplönturnar eru horfnar nema grasvíðirinn, sem þekur
enn allt að 15—20%.
3. belti. Gráflétta (Stereocaulon) og snjómosi (Anthelia) gefa
11. mynd.
Gróðurbeltaskípan í snjódæld.
Skýring í texta.
Belts of vegetation in a snow-
patcli.
þessu belti svip, en það liggur á flata í botni dældarinnar. Svo
má heita, að allir aðrir mosar séu horfnir þarna. Af háplöntum ber
langmest á grasvíði, og þekur hann litlu minna en áður. Hins vegar
sjást þarna strjálir einstaklingar af öllum tegundum 1. beltis og
að auki snæsteinbrjótur (Saxifraga nivalis) músareyra (Cerastium
alpinum), kornsúra (Polygonum viviparum) og jöklasóley (Ranun-
culus glacialis).
4. belti er dýpst í botni dældarinnar. Það liggur upp að suður-
barmi hennar og jaðrar við snjóskafls, sem enn var óbráðinn, og
átti sýnilega alllangt í land með að hverfa. Þarna er gróðurlaust
að mestu, og undirlagið stórgrýtt, enda mun leysingavatn renna
þar um á vorin. Dálitlir teygingar voru þar af svörtum mosa og
mjög strjálir einstaklingar af músareyra, fjallasveifgrasi, fjallhæru
og grasvíði.
Snjódæld sú, sem nú var lýst, var sú eina, er ég skoðaði, þar sem
glögg beltaskipting kom fram. Annars er grasvíðir drottnandi há-
planta í öllum snjódældum líkt og til fjalla hér á landi. En víða