Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 38
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þessu; eigi að síður er það athyglisvert, að einmitt þessi kísilþörung- ur skuli koma i'yrir þarna. Víðar í Landbrotshólunum hef ég síðar fundið smámola af kísilgúr innan um gjallið, t. d. í hól rétt austan við Nýjabæ og í öðrum hól við Ármannskvísl, rétt norðan við þjóð- veginn, og sömuleiðis á nokkrum stöðum í hólunum suðvestur af Hólmi. Á öllum þessum stöðum er þörungaflóran mun fáskrúð- ugri en í hraunkúlunni, sem áður getur. Á ofangreindum stöðum ber langmest á Pinnularia tegundum, en þær eru algengar í mýr- um um land allt og í ósöltu vatni yfirleitt. Við Ármannskvísl og í hól einum suðvestur af Hólmi hef ég fundið nokkrar hraunkúlur og innan í þeim vatnsnúna ármöl og sand allt samanbakað í liarða steypu. Telja verður víst, að kísilgúrinn, eins og mölin og sandurinn, sé úr undirlagi hraunsins. Hvort tveggja hefur lent innan í hraun- inu, þegar það rann, og kastazt svo upp við sprengingar, sem í því hafa orðið. Þörungaflóran sýnir, að vatn það, sem hraunið rann yfir, hefur ekki verið salt. Áðurnefnd skoðun Thoroddsens, að hraunið hafi fyllt út grunnan fjörð, virðist því ekki fá staðizt. Líklegast er, að þarna liafi verið sandur og aur með árkvíslum ofantil, en með víðáttumiklum leirum nter sjó. Ef til vill hefur svæðið, sem hraun- ið rann yfir, að þessu leyti verið ekki ólíkt Skeiðarársandi nú á dögum. Ekkert virðist vera því til fyrirstöðu, að sums staðar á þessu svæði liafi líka verið stöðuvötn, nokkur gróður og mýrlendi, eins og t. d. er núna á vestanverðum Breiðamerkursandi. Hér má einnig geta þess, að í Rauðhólum við Elliðavatn hef ég víða fundið bæði hraunkúlur fylltar kísilgúr og mola af kísilgúr innan um gjallið. Slíkir molar eru víða í gjallstálinu þar sem rauða- möl hefur verið tekin til ofaníburðar í vegi. Allmarga kísilþörunga hefur verði liægt að ákvarða einnig í þessu. I áðurnefndri grein hélt ég því fram, að bæirnir Ytri-Dalbær og Hólmur stæðu „ekki á hrauninu sjálfu, heldur við hraunrönd- ina“. Síðastliðið sumar gafst mér tækifæri að athuga þetta nokkuð nánar, og komst ég þá að allt annarri niðurstöðu. Ytri-Dalbær stendur líka á hrauninu, þó að þar sé nú þykkur jarðvegur ofan á því. Meðfram suðurrönd austasta tanga Skaftáreldahraunsins frá Dal- bæjarstapa austur að Hólmi rann áður allstór áll úr Skaftá, og var

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.