Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 2

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 2
TIl kaupenda. Sú breyting hefir orðið á ráði blaðsins, að Gísli Jón- asson, kennari, hefir látið af innheimtustörfum, v,egna anna. Vill Náttúrufræðingurinn hér með færa honum beztu þökk fyrir vel og dyggilega unníð starf, og vonar að hann megi framvegis, sem hingað til, njóta velvildar hans og starfskrafta, innan þeirra marka, sem hentug- leikar leyfa. í stað Gísla Jónassonar, hefir Ólafur Bergmann Erlingsson, Njálsg. 76 (starfar í ísafoldarprentsmiðju), tekið að sér bæði innheimtu og útsendingu ritsins. Allir þeir, sem yfir vanskilum hafa að kvarta, flutning vilja til- kynna, eða þeir, sem vilja gerast nýir áskrifendur, eru vinsamlegast beðnir að snúasér til hans. Einnig eru menn beðnir að greiða honum andvii’ði ritsins, og það helzt sem fyrst. Í3E 3QC DB Nátfúrufræðlngurlnn er eina ritið á Islandi, sem einungis fjallar um náttúru- fræði. I honum er margskonar fróðleikur úr öllum grein- um náttúrufræðinnar. Það þarf enga kunnáttu í náttúrufræði til þess að geta tileiknað sér að fullu fróðleik þann, sem Náttúru- fræðingurinn ber að garði hyers þess, sem opnar dyr sínar fyrir honum. Náttúrufræðingurinn kemur út í 12 örkum (192 bls.) á ári. Árgangurinn kostar aðeins 6 krónur, en nýir áskrif- endur fá gömlu árgangana, ef þeir kaupa þá alla um leið og þeir gerast áskrifendur, með 33% afslætti. Af Náttúrufræðingnum eru nú bráðum komnir 4 árgangar. Náttúrufræðinginn má ekki vanta í neinn barnaskóla á íslandi, því að hann er eina íslenzka ritið, sem fjallar um ríkjandi fræðigrein 20. aldarinnar. Foreldrar, gefið börnum ykkar Náttúrufræðinginn. E

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.