Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 4
50 NÁTTÚRUFK. staklinganna svo ólík, að um fullkomna verkaskiptingu er að ræða,. engu síður en í mannlegu þjóðfélagi. Það má svo að orði kveða, að í hóp þeirra séu iðnaðarmenn allra greina. Sumir einstakling- arnir múra, aðrir spinna, nokkrir vefa, sumir smíða og loks eru þeir, sem hlaða stíflugarða, og enn fleiri mætti telja. Þá vant- ar ekki heldur landeyðurnar, sem ekkert gera, aldrei „dýfa hendi í kalt vatn“, heldur lifa á ránum og stríði. 1 engum dýraflokki er misjafnar skipt um stærð og orku en einmitt meðal skordýranna. Mörg eru risar, eins og það, sem að framan er sýnt, miklu stærri en minnstu fuglar (kólibrí- fuglar), sem til eru, en svo eru önnur svo smá, að þau verða varla séð nema í stækkunargleri. Þó að skordýrategundirnar séu svo margar, að þær nema þremur fjórðu hlutum af öllum þekktum dýrategundum á jörð- unni, þá eru þó nokkrir aðal-drættir í byggingu þeirra, sem sam- eina allan flokkinn, þannig, að hægt er að setja honum glögg1 mörk til allra hliða. Og þó mun leit á öðrum dýraflokki, þar sem fjöl- breytnin í stærð og lögun er meira áberandi en hjá skordýrun- um. í heitum löndum eru til dæmis nokkrar tegundir af þeim skordýra-ættbálki, sem nefnast skortítur, að því leyti frábrugðn- ar flestum öðrum skordýrum, að út úr brjóstskjöldum þeirra ganga langir og öflugir gaddar, sem gera þær að hreinustu ófreskjum, þótt litlar séu. Skordýrafræðingurinn Geoffroy kall- aði þær því „púka“. Enginn hefur getað gefið skýringu á því, til hvers þessir gaddar eru, því varla eru dýrin svo eftirsóknarverðr jafn-lítil og þau eru, að þau þurfi þeirra við sér til varnar. En hitt er víst, að þeim er mikill farartálmi að þeim, þeir hindra þau í að komast áfram. En hvað sem líður stærðarfjölbreyttni skordýranna, þá má þó óhætt fullyrða, að litskrúðið hefur ennþá meiri fjölbreyttni að bjóða. Á öðrum stað hér í blaðinu er grein um kakalaka, skor- kvikindin, sem, við könnumst við úr húsum sumstaðar hér á landi. Litur þeirra er látlaus, brúnn, en stundum er hann fagurgrænn, og enn eru tegundir, skreyttar fegurra skarti, allt eftir því um- hverfi, sem þær hafast við í. Mörg skordýr glitra í öllum regn- bogans litum, sum eru eins og hreinasta silfur á að líta, önnur sem skýrt gull, ekkert nema gimsteinar taka þeim fram að feg- urð. í Austurlöndum, bæði á I^dlandi og í Kína, hafa menn kom- ist upp á að nota fagurlitaðar bjöllur til skrauts, úr þeim eru unn- in ýms men handa konum, eða þær eru notaðar sem eins konar „skartsteinar“ í hringi og eyrnahringi. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.