Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFR. 51 Nýjar íslenzkar plöntur. Síðan 2. útgáfa af Flóru íslands kom út 1924, hefir á hverju ári, að kalla má, nokkuð verið unnið að gróðurathugunum og grasasöfnun hér á landi. Við þessar rannsóknir hafa nokkrir nýir borgarar bætzt við í gróðurríki landsins. Hefir þeirra flestra ver- ið getið jafnóðum í Skýrslum Náttúrufræðisfélagsins, en fæstum þeirra verið lýst þar. Hér kemur í fyrsta sinn lýsing þeirra allra í heild. Um plöntulýsingar þessar er annars fátt að taka fram. Þær eru samdar eftir skoðun íslenzkra eintaka af tegundum þeim, sem um er að ræða, en hliðsjón höfð af lýsingum sömu tegunda í „Flór- um“ nágrannalanda vorra- En þar sem eg af flestum tegundunum hafði aðeins sárafá eintök til skoðunar, má gera ráð fyrir, að lýsingarnar séu ekki alls staðar svo nákvæmar, sem æskilegast hefði verið. Þó hygg eg, að þær dugi í flestum tilfellum þar, sem lýsing ein nægir til ákvörðunar plöntunni. En oft verða plöntur eigi ákvarðaðar með vissu, nema menn hafi eintök til samanburð- ar af sömu tegund. Til hægðarauka hefi eg sett greiningartöflur við hverja teg- und, eru þær þannig úr garði gerðar, að alls staðar verða þær sett- ar í samband við samsvarandi greiningartöflur í Flóru íslands, enda verða þær eigi notaðar öðruvísi en sem hluti af þeim. Það af greiningartöflunum, sem beinlínis er tekið upp úr Flóru, er merkt með sömu stafliðum og merkjum og þar, og um leið vísað til blaðsíðutals, svo að auðvelt ætti að vera að sjá, hvar hver tafla á heima. Vona egað þessar lýsingar stuðli að því, að áhugasamir Flóru- unnendur fari að veita þessum nýju gróðurborgurum eftirtekt, því að áreiðanlega vaxa þeir víðar á landinu en kunnugt er enn þá. í svigum aftan við íslenzku plöntuheitin hefi eg sett skamm- stöfuð höfundanöfn þeirra ásamt tilvísun um, hvar plöntunnar sé fyrst getið á íslenzku. Er það gert þeim til hægðarauka, sem vita vildu nánar um fundarstaði, en hér er skýrt frá. SKAMMSTAFANIR: Au.: Austurland. (Landshlutunum eru hér sett sömu takmörk og í Flóru). Fl. ísl.: Flóra íslands, 2. útg. 1924. H. Jónass.: Helgi Jónasson bóndi, Gvendarstöðum. I. Ó.: Ingimar Óskarsson grasafræð- ingur, Akureyri. N.: Norðurland. NV.: Norðvesturland. S.: Suðurland. Sk.: Skýrsla Nóttúrufræðisfélagsins. St. Std.: Steindór Steindórsson, SV.: Suð- vesturland. S.-Þing.: Suður-Þingeyjarsýsla. 4*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.