Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 12
58 NÁTTÚRUFR. Lýsing: Mjög smávaxin jurt. Stönglar margir uppréttir eða lítið eitt uppsveigðir, aldrei útstæðir eða jarðlægir, og mynda blaðhvirf- ingar þeirra þétta þúfuhnúska. Blöðin smá, sýllaga með mjög stuttum oddi eða alveg oddlaus og greinilegri miðtaug á neðra borði. Blómin tiltölulega stór. Krónublöð lengri en bikarblöð. Fræflar 10. Vex til fjalla í lítt grónum moldarjarðvegi. Austurfjall í Dalsmynni, Kinnarfell S.-Þing. 1926. I. Ó. 10. Ranunculus auricomus L. Sifjarsóley (Guðm. G. Bárðar- son, Sk. 1927—28, bls. 49). Greining: I. Krónublöðin gul. A. Stöngull uppréttur eða uppsveigður, aldrei rótskeytur. a. Krónublöðin lengri en bikarblöðin. Blómin stór. Fl. ísl., bls. 106. x Stöngull hærður, engin nýrlaga stofnblöð, hnetur hárlausar. Krónublöðin miklu lengri en bikarblöð- in. Ranunculus acer. xx Stöngullinn hárlaus eoa gishærður. Stofnblöð nýr- laga. Hnetur dúnhæroar. Krónublöð litlu lengri en bikarblöð. R. auricomits. Lýsing: Stöngullinn ógreindur ofantil, endar í blómi, hárlaus eða mjög gis- hærður. Stofnblöðin stilklöng, nýrlaga og þá heil og bogtent, en stundum eru þau þó handskift eða flipuð með tent- um blaðhlutum, verður þá nýrlögun- in næsta óglögg. Háblöðin stilklaus, skift. Blaðhlutarnir striklaga, heil- rendir og sýnast oft kransstæðir á stönglinum. Blómstilkur og bikar dún- hærðir. Krónublöðin (oft vanþroska) litlu lengri en bikarinn, eða á lengd við hann. Hnetur líkar í lög- un og á brennisóley, en trjónulengri og aldúnhærðar. Hæð ca. 8—10 cm. Þegar nýrlaga blöðin vantar, líkist hún mjög brennisóley, en þá eru hneturnar bezta greiningareinkennið. 7. mynd. Sifjarsóley. (Úr Blytt).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.