Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 16
62 NÁTTÚRUPR. stór hamraborg inn í, sem vatnsgusan kom mest út um. Stóðu vatnsstrókarnir hátt í loft. Nú var helzt ekki annað að sjá en að það væri sem sagt eitt útfall eða vatnsop frá Jökulfelli vestur í svokallaða „Gömlu hrönn“ og get eg varla ætlað það minna en 4—5 kílómetra. Þó voru smærri útföll þar vestar, sem sprengdu mikið út frá sér, eftir að eg fór heimleiðis. En þennan dag, 30., og laugardagsnóttina, þar til eg fór kl. 7 f. h., fór að verða verulegur kraftur á ferðum með brest- um og dynkjum. Var að sjá, sem skip sigldu með hraða fram ána og smábátar fylgdu með, því þó þeir væru nokkrir metrar að sjá á hvern veg, sýndust þeir furðu smávaxnir fyrirferðar hjá hinum stóru báknum, er vildu ráða ferðinni í straum- strengnum. Hraðinn á þessum þöglu ferlíkum, sem flutu í að- alstraumnum, var afarmikill, svo vart held eg að nokkur hest- ur hefði farið eins hart yfir á sléttri grund. Hér hefi eg litlu við að bæta, þar eð eg fór þennan morg- . un, sem var laugardagur 31. marz, frá Skaptafelli. í Súlu fór hlaupið að koma fram þ. 28. og var mest þ. 31. um kvöldið, þótt það væri lítið móts við það, sem oft áður. Það kom alls staðar fram úr öllum kvíslum hér vestan til á sandinum, en lítill jökulburður fyr en austan við Sigurðarfitjaála, en úr því hefir verið einn vatnsfláki austur að sæluhúsinu, sem mun vera þriðjung vegar úti á sandi austan frá að telja. Eg get ekki sagt með vissu hvað hlaupið hefir farið yfir mikið af sandinum, en eg hygg að varla hafi verið lengri kafli þurr af honum uppi á vegi, en einn fimmti og hygg eg það sé nóg sagt, þótt síminn stæði víða á því svæði, sem hún fór yfir. Þá 2—3 dagana, sem vatnið var mest, mun þar hafa verið eyrarlítið, þegar kom nokkuð fram yfir ferðamannaveg, alla leið austur í Hnappavallaós, sem er suður af Hnappa- völlum í Öræfum og vestur í Hvalsíki, sem nú er vestur af Fossfjöru eða fram af Orustustöðum á Brunasandi og mun hlaup þetta þó varla geta talist meira en í meðallagi, þó það sé víst talsvert meira en 1922. Hlaupið fór að fjara á páskadag, 1. apríl, og 3. apríl var það nærri alfjarað. Það mun því hafa staðið yfir 12—13 daga, frá því að Skaftfellingar sáu, að óvanalegur litur var kominn í Skeiðará og ekki eðlilegt vatn, og þar til fært var um sandinn.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.