Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 18
64 NÁTTÚRUFR. fram úr stóra útfallinu næst fyrir vestan það gamla en fer hægt í fyrstu. Vex nú ekki lengur í gamla útfallinu en færist vestur, koma nú ný og ný útföll. Leggur nú undir sig sanda vestur þar, sem hún hafði í tveimur síðustu hlaupum ekki farið yfir. Þennan dag tekur hún að brjóta símann. Hann var strengdur á stórgrýtta öldu og varðist því til þessa, einnig austast. Er um kvöldið um 2,5 km. vestur af Brekkum á Skaftafelli. Fimtudag 29. Hlaupið hefir vaxið mikið um nóttina. Enn eru þó sandhryggir upp úr milli austasta útfallsins (þess gamla) og þess næsta vestan við. Nær ekki lengra vestur en um kvöldið áður, en er dýpri. Vex ekki mjög um daginn og brýtur ekki jökulinn nema örlítið. Föstudaginn 30. Hefir vaxið mikið í nótt og vex einkum í dag. Fer nú að koma víðar fram vestan með jöklinum en áður. Örlaði á hrönn um 2,5 km. vestur frá Skaptafelli. Nú ná útföllin saman, fast við jökulröndina. Nær nú mestri breidd. Að eins ein smá eyri stendur upp úr. Laugardag 31. Hefir vaxið mjög um nóttina. Niður og hávaði slíkur, að menn gátu tæplega sofið. Brestir miklir. Er nú geysiflóð um sandinn. Nú mylur vatnið jökulinn og fossar ofan af jökulsporðinum (byrjaði á því þegar á mið- vikudag) yfir öllum útföllum jafnt og eins milli útfalla. Nú nær hlaupið hámarki, flytur hrannir fram um allan sand og brýtur nú síman vestanvert. En það byrjaði að brjóta hann að austan á miðvikudag. Jakar bárust austur allt að Fagur- hólsmýri og í sjó út. Breiðist ekki út til hliðanna, eða því sem næst ekkert, en dýpkar. Straumur er geysilegur, og jakabrot nú mest úr jöklinum. Áin virtist ýta jökunum hægt og hægt, en ekki velta þeim mikið. Dreif þá saman í hrúgur, hnykkti svo við og lagðist fram með breiðuna. Jakarnir stóðu lítið upp úr, morruðu fram og hjuggu auðsýnilega í botni. Sumir þeirra voru miklu hærri en símastaurarnir voru í fyrstu þegar línan var lögð. Á laugardaginn kl. 51/4 e. m. fór að fjara, og fjaraði mjög ört til kvölds. Um miðnætti komnar stórar eyrar í farveginn. Sunnudaginn 1. apríl (páskadag). Um fótaferð er orðið nærri eðlilegt vatnsmagn. Um hádegi álitin reið. Um kvöldið lítil. Seig þó að vísu úr aur og íshrönn. Þriðjudag 3. er hún fyrst farin og nær þá ekki kviði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.