Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 20
66 NÁTTÚRUFK. Frá Fellsmúla á Landi, sáust greinilegir gosbólstrar að- faranótt páskadags, um skarðið milli Valafells og Valahnúka. „Náðu þeir allhátt í loft upp, en eftir hádegi á annan páska- dag, sáust í fullri sólarbirtu stórir eldblossar upp í heiðríkju fyrir ofan gosstrókinn. Frá því, er tók að skyggja og fram til vökuloka sáust sífellt með mislöngum millibilum ýmist stórblossar, eldroðaðir og hátt í loft upp, eða bláleitar blossa- flugur, ýmist beint upp eða til hliða".1) Frá Miðey í Landeyjum sást mikið leiftur frá gosinu á næturnar.-) Frá Vík í Mýrdal sást gosmökkur yfir jöklinum, þriðju- daginn 3. apríl.2 Frá Vestmannaeyjum sáust fyrstu eldglamparnir föstu- daginn, 30. marz, og laugardagsnóttina eldbjarmi. Mikill reykjarmökkur sást þaðan yfir Eyjafjallajökli, allan laugar- daginn 31. marz og miklir eldglampar sáust um kvöldið og fram á nóttina. Á annan páskadag (2. apríl) var bjart veður, en ský yfir jöklinum, og miklir glampar um kvöldið. Sumir sáu þá bjarma. Á þriðjudag (3. apríl) sáust lítil reykský yfir eldstöðvunum, frá Vestmannaeyjum og á miðvikudaginn (4. apríl) var mistur í lofti, svo ekki sást til fjalla á landi, nema dálitla stund. Fimtudag (5. apríl) var frá Vestmannaeyjum hvorki ský né neinn sorta að sjá yfir Vatnajökli.3) Frá Núpsstað í Fljótshverfi sást mökkur yfir Vatnajöklí föstudaginn 6. apríl. Lagði þann dag móðu fram yfir Skeiðar- ársand.4) 2. Athuganir vestanlands. Frá Stykkishólmi sáust eldar í austurátt laugardaginn 31. marz,5) einnig þóttust menn bæði þar og inn í Dölum heyra dynki. Úr Borgarfirði sást gosið glögglega, sérstaklega í efra hluta héraðsins. Á mánudagskvöldið, 2. apríl, sáust eld- 1) Morgunblaðið 4. apríl. 2) Morgunblaðið 5. apríl. 3) Morgunblaðið 6. apríl. 4) Morgunblaðið 7. apríl. 5) Morgunblaðið 4. apríl.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.