Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 21
NÁTTÚRUPR. 67 blossarnir með litlu millibili og blossuðu stundum hátt á loft.1) 3. Athuganir norðanlands. Konráð Erlendsson, kennari á Laugum skrifar mér eftir- farandi viðvíkjandi gosinu: „Eg frétti fyrst um gosið 31. marz. Þann dag var þikkviðri og ekkert héðan að sjá. í dag- bók minni stendur 1. apríl: — Öskumistur í lofti, einkum í suðri, og sást aska á snjó. Sópað var öskuryki af svölunum, og fengust 148 gr. af ösku. Svalirnar voru þvegnar seint í gærkvöld, svo þetta átti að vera nokkuð hrein aska. Leiftur sáust um kvöldið. — Annan apríl var heiðríkt veður, sást þá gosmökkurinn greinilega héðan frá skólanum. Þá gekk eg á Hrútafell til að fá glögg mið á mekkinum. Bar hann laust vestur við Trölla- dyngju. Hæð hans var misjöfn þann dag, og sást ekki alltaf frá skólanum, en úr Mývatnssveit sást hann allan daginn. — Frá Fremstafelli í Kinn bar mökkinn yfir Eyjadal í Bárðar- dalsfjöllum. í sömu stefnu var gosmökkurinn vorið 1903. — Þetta kvöld (2. apríl) voru leiftrin með meira móti. Ekki voru leiftrin svo björt, að verulega birti til jarðar þegar þeim brá fyrir. En þau voru mjög tíð, voru talin 12 eða 14 á 5 mínúl um. — Ekki er getið um gosið í dagbók minni nema 3 dagx, l. —3. apríl og minnir mig að ekki sæist til þess héðan nema þá daga“. Jóhannes Sigfinnsson, Grímsstöðum við Mývatn, sendir mér eftirfarandi skýrslu: „Það fyrsta sem með fulli’i vissu vai’ð vart við eldgosið í Vatnajökli 1934, var öskufallið 1. apríl. Aðfaranótt þess dags var veður stilt, en dökk blika á suð- urloftinu, sem smám saman þokaðist norður yfir. Um kl. 7 f. m. hófst öskufallið og hélt áfram fram yfir hádegi. Askan var mjög fíngei-ð og ekki meiri en það, að aðeins vai’ð sporrækt á sléttu. Nokkra daga eftir öskufallið var logn, svo askan sóp- aðist ekkert til. Þá daga varð beitarfé öskugrátt um höfuð og fætur og virtist ósællegi'a en áður en askan féll. Þegar ösku- élinu létti virtist það þokast austur yfir. Allan daginn var svo dimmt af austri í suðrinu, að ekkert sá til eldsins fyr en um 1) Morgunblaðið 4. apríl. 5*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.