Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 28
74 NÁTTÚRUFR. Athugasemdir við töfluna. Nr. I. Aska, safnað í Meðallandi. Nr. II. Aska, tekin á jöklinum um 10 km. vestan við gosstöðvarnar. Nr. III. Vikur tekinn á jöklinum um 5 km. vestan við gosstöðvarnar. Nr. IV. Vikur tekinn á gosstöðvunum. Greiningarnar eru gerðar á þurkuðum sýnishornum. Fullkomnari greinargerð um gosið er væntanleg seinna. Valur ræðst á álft. Hinn 3. apríl 1892 stóð eg undirritaður — þá 18 ára ungl- ingur — yfir sauðfé skammt frá heimili mínu, Lóni í Keldu- hverfi. Kvöld var komið og veður hið fegursta, logn og sólskin, en jörð nær alauð eftir nýafstaðnar þýður. Al.lt í einu barst að eyrum mér óljós hljómur, sem eg í fyrstu vissi eigi hvað var, en brátt gat eg greint, að þetta var bæði hræðslulegt álftarkvak og grimmdarlegt reiðiorg fálka, er hvort tveggja barst sam- tímis að eyrum mér. Skammt frá var dálítil hæð, er bar við loft, en handan yfir hana komu hljóð þessi; og er jítil stund var lið- in, kom álft fljúgandi yfir hæðina, og fylgdi henni fálki, er lamdi hana — eða veitti henni aðrar árásir — í sífellu, en hún kvakaði við í hvert sinn, er hann réðst á hana. Þessa stund, sem eg horfði á leikinn, sveiflaði fálkinn sér marga hringi kring um álftina, og alltaf, er hann þóttist kominn hæfilega langt frá, renndi hann sér að henni til að berja hana. Álftin smálækkaði flugið, og loksins hneig hún til jarðar og lá þar sem dauð með útbreidda vængi, en fálkinn settist á klett þar skammt frá. Hljóp eg þá til og vildi taka álftina, en á leiðinni fór eg svo nálægt fálkanum, að hann varð hræddur og flaug í burt. En þegar eg átti skammt til álftarinnar, er eg hugði dauða, fór hún að brölta á fætur, og vonum bráðar var hún komin á flug, og flaug á Lónið, sem er við bæinn hérna. En svo nálægt henni komst eg, að eg sá glöggt blóðbletti á hálsi hennar og baki, svo að eitthvað hefir ,,víkingurinn“ náð að særa hana, þótt eigi gæti hann unn- ið til fulls á henni. En hver hefðu nú leikslokin orðið, ef eg hefði eigi komið á vettvang til að trufla leikinn? Líklegt þykir mér, að hungur hafi knúð fálkann til þess- arar árásar, því að um þetta leyti (frá 1890—96) var mjög fátt hér af rjúpum. Og varla er hægt að hugsa sé, að fálkinn hafi þózt þurfa að verja egg eða hreiður fyrir álftinni, því að bæði var þetta of snemma vors til þess að hann ætti þá egg eða hreið-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.