Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 31
NÁTTÚRUFR. 77 mórauðir eða gulleitir, og þannig er um flesta kakalaka á Norð- urlöndum. Öðru máli er að gegna um kakalaka hinna suðlægari Janda, sem hafast við úti á blómskreyttum víðavangi og baða sig í sólskininu, þeim er oft gefin hin fegursta litprýði. Kakalakarnir verpa eggjum. Móðirin á mörg egg í einu (stundum 30—40), innilukt í kítínkenndu hylki, sem minnir að Jöguninni til á skálpa krossblómanna. Utan um hylkið er hvít húð, er dökknar við birtuna. — Varpið tekur einn til tvo daga, og sést móðirin stundum á hlaupum með eggjahylkið hálft út úr líkama sínum. Hylkið skiftist í hólf með skilrúmum, sem ým- ist liggja þversum eða langsum, eftir því um hvaða tegund er að ræða.1) Oft sjást eggjaraðirnar greinilega gegnum hylkið, eins og telja má fræ í skálpi gegnum hýðið. tJtungunin tekur langan tíma og ferst stundum fyrir, eink- um ef rakinn er ónógur. Eggin ungast út inni í hylkinu. Sagt er, að móðirin hjálpi lirfunum til þess að brjóta gat á hylkið og komast út, eftir að þær hafa haft fyrstu hamskiftin. Lirfurnar eru vængjalausar, þegar þær fæðast, en svipar að öðru Jeyti mjög til foreldranna. En vængirnir þroskast smátt og smátt, taka vaxtarkipp við hvert hamskifti, og eru fyrst eftir marga mánuði búnir að ná fullum þroska. Þegar lirfurnar eru full- þroska, geta þær farið að auka kyn sitt. Þar sem kakalakar geta átt afkvæmi nokkrum sinnum á ári, er viðkoman allmikil, þó það megi heita smámunir í samanburði við hina miklu viðkomu sumra annara skordýra. Kakalakarnir eru flestir náttdýr, sem láta lítið á sér bæra á daginn. Þeir, sem í húsum lifa, halda sig helzt þar, sem hlýtt er og nóg æti, t. d. í brauðgerðarhúsum, matargeymslum og skipum. Þeir leggja sér til munns flest úr dýra- og jurtaríki. Sagt er, að þeir éti jafnvel steinolíu, skósvertu og blek, en mestar mætur hafa þeir á ýmsum mjölmat, sykri, ávöxtum, öli o. fl. Kakalakar þykja ekki í húsum hæfir, bæði af skemmdum þeim, er þeir geta valdið á matvælum, fatnaði o. f 1., og vegna óþrifnaðar, sem af þeim stafar. Auk hinna lifandi kakalaka, sem ódaun leggur af, vegna þefkirtla þeirra, sem áður eru nefndir, eru oft dauðir einstaklingar, lirfuhamir og eggjahylki í ríkum mæli þar sem kakalakar hafast við. 1) Til eru þó tegundir, sem ekki hafa hylki utan um egg sín, og aðr- ar, sem fæða lifandi unga.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.