Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 35
81
NÁTTÚRUPR.
skeð geti. En aS því, er til íslands kemur aS minnsta kosti, er
hún áreiðanlega uppspuni einn, þó aS hún, af útlendingi aS vera,
sé staðsett af furðulegum kunnugleika á sögu landsins og stað-
háttum. Yið lauslega leit hefi eg ekki getað fundið annars stað-
ar nafn Housdings þessa. Enginn útlendingur með því nafni virð-
ist hafa verið hér á ferð 1876. Þorvaldur Thoroddsen, sem sjálf-
ur fór á milli landa það ár og hefði átt að v.erða þessum merki-
lega ferðalang samferða, kann ekkert af honum að segja. Eng-
ar þjóðsögur, hvað þá sannar sagnir, munu vera til um lík
fundin í jöklum hér á landi á svipaðan hátt, sem hér greinir
frá. Tilgáta mín er, að hugkvæmur og í meðallagi ráð-
vandur blaðamaður hafi snuðrað í fræðibók um skriðjökla
o. fl., og farið heldur frjálslega með efnið. Er raunar í
niðurlagi sögunnar getið um bókina og sagt, að skýrslur henn-
ar nái til ársins 1912, en nafns hennar ekki getið. Einna lengst
hygg eg, að höfundurinn víki frá því sem hugsanlegt er, að geti
átt sér stað, þar sem hann skýrir frá því, að líkið af manninum
hafi orðið að engu í vínandanum, og er það raunar líkara „reyf-
arasögu“ vel lygins ferðalangs, er bjargar sér þannig frá að bera
fram sönnunarmerki æfintýra sinna, því að hvað hefði blaða-
mann munað um að klykkja út með því að fullyrða, að líkið
væri til sýnis á safni í Englandi.
Náttúrufræðingurinn getur gert úr þessu nokkurn fróðleik
með því að skýra, hvernig „reyfari“ þessi hefir orðið til, og hver
er fótur fyrir slíkum atburðum, sem hann er ortur út af, eftir
áreiðanlegum heimildum.
7. janúar 1934.
Vilm. Jónsson.
Uppi á háfjöllum landanna, þar sem hvert snjólagið hleðst
ofan á annað og þrýstir með þunga sínum á það, sem áður er
komið og undir liggur, myndast víðast hinir svo nefndu skrið-
jöklar, er smátt og smátt mjakast eftir hallanum ofan á láglend-
ið eða til hafs, þar sem sjór tekur við og landið þrýtur. Þegar
•skriðjöklar þessir færast niður þangað sem hlýrra loft fær að
leika um þá, taka þeir að renna og lækir að streyma eftir þeim,
er oft skipta ísspildunni í renninga, oft totumyndaða. í þessum
lokaleifum skriðjökulsins hafa einatt, og vitanlega oftast af til-
viljun einni, fundizt lík af mönnum, sem fyrir áratugum hafa
farist í byljum eða snjóskriðum hæst uppi á tindum jöklanna,
6