Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 41
87
NÁTTÚRUFR.
jnu, og hjálpar sú hr,eyfing til að kæla vatnið dýpra niður, en
tefur um leið fyrir kólnun efsta lagsins. Annars gætir ölduhreyf-
ingarinnar tiltölulega mjög grunnt niður í vatnið, og ekki niðri
við botn, ef um nokkurt dýpi er að ræða, og þar, sem vatn
leiðir mjög illa hita (h. u. b. 100 sinnum ver en járn), getur
botnvatnið haldizt allt að því 4° heitt í nokkurra mannhæða
dýpi, þó að farið sé að frjósa á yfirborði.
Myndin sýnir þverskurð djúprar tjarnar, sem er að leggja,
og hitann í ýmsu dýpi.
Þegar frostmarkinu er náð og kuldinn sækir enn á, heldur
vatnið ekki áfram að kólna niður fyrir 0°, heldur fer nú kuld-
inn að ummynda vatnið í örsmáa, glæra ískrystalla. —
Fyrstu krystallarnir festa sig helzt á einhver föst efni, svo sem
steina á ströndinni, grasstrá o. s. frv., og svo auðveldlega hver
á annan. En þeir geta einnig myndazt fljótandi úti á vatninu.
Eins og allir vita, leggur fyrst litlar víkur og voga, en síðar
lengra og lengra út á vatnið. Ástæðan er sú, að í víkum og vog-
um er vatnið kyrrara, svo að yfirborð þess fær fremur að kólna
í friði niður að frostmarki, hrærist síður saman v,ið hið sér heit-
ara botnvatn. Einnig frjósa fyr grunn vötn en djúp, vegna þess
hve djúpin geyma vel í sér hitann og senda hann smám saman
upp til yfirborðsins — eins og fyr er lýst — og seinka því fyrir
kólnun og ísmyndun þar. Skiljanlega á þetta helzt við í hvass-
viðri, þegar öldurót er mest.
Af sömu ástæðum leggur þá grunna polla fyr en tjarnir, og
tjarnir fyr en stór stöðuvötn. Þingvallavatn kvað ekki leggja
fyrir sólstöður, jafnvel þótt mestu frosthörkur séu, en auðveld-
lega síðara hluta vetrar.
Margur mun hafa tekið eftir því, að stöðuvötn leggur fyr
þeim megin, sem vindur stendur á land en af landi. Nú er öldu-
rót samt meira þar sem álandsvindur er og virðist þetta því í