Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 42
NÁTTÚRUFR.
88
fljótu bragði ,ekki í samræmi við það, sem fyr er sagt. En athug-
um nánar. Vindurinn reisir öldur á vatnsfletinum og keyrir þær
undan sér um þvert vatnið. Við það myndast einskonar yfir-
borðsstraumur þvert yfir vatnið. Hann nær raunar grunnt nið-
ur og getur aldrei orðið stríður (í raun og veru hreyfast vatns-
hlutarnir ekki líkt því eins hratt áfram og öldurnar), en nógur
t,il þess, að straumur myndast í öfuga átt niðri í vatninu og leit-
ar upp við ströndina, þar sem vindur blæs frá landi, til þess að
fylla upp tóm það, er annars yrði þar (aktjón og reaktjón). Nú
hefir þess fyr verið getið, að vatnið er hlýrra djúpt niðr.i í stöðu-
vatninu en við yfirborð þess og þá sjáum við, að það er einmitt
þetta hlýja vatn, sem þarna leitar upp úr djúpinu, og því ekki
von að íslögnin byrji þar. Þeim megin, sem vindur stendur á
land, verður kalda vatnið aftur að sökkva, svo að hringstreym-
ið verði fullkomið. En þar verður yfirborðið kaldara og þaðan
teygir isskörin sig lengra og lengra út á vatnið.
Þvei-skurður af vatni, sem er að leggja, í hvassviðri.
Örvarnar sýna stefnu vinds og strauma.
Einnig hjálpar það til, að k r a p — þ. e. hálffrosinn ís,
mjög gljúpur og vatnsborinn —, sem myndast úti á vatninu, rek-
ur með yfirborðsstraumnum undan vindinum upp að skörinni
og festist svo við hana.
Eins og allir vita, er ís, sem myndast á tjörnum og vötnum
í hvassviðri, sjaldnast glær og gagnsær e.ins og lognísinn. Því
veldur einmitt krapið, sem skolast að ísröndinni. Krystallar þess
frjósa óreglulega saman, eftir því hvernig straumur og vindur
leggja þá af sér. Loftbólur geta og orðið á milli og spillt gagn-
sæ,i íssins, hann verður gráleitur. Til þess að ís verði gagnsær,
þurfa krystallarnir að hafa næði til þess að myndast reglulega
hver út frá öðrum, án nokkurs misgengis.
Þegar vatnið er lagt, heldur ísinn áfram að þykkna, ef
frostið helzt. Nú getur vindurinn ekki lengur hrært upp í vatn-