Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 53
NÁTTÚRUFR. 99 Hún ber stundum 12 eður 13 lauf, sem tungl eru í ári, á annari kvíslinni, þar jörð er vel tempruð til; en korn á hinni, so sem það viknatal, sem móðir gengur með sitt fóstur. Neðsti kvistur á kornakvíslinni er og þríkvíslaður og ber mörg korn, hin er upp- frá styttri og færri korn á. Grös þurfa aðgætni“. Göngum nú út fyrir túnið, þar sem tungljurtin vex svo að segja alstaðar í grasi vöxnum móabörðum. Plantan ,er ekki há 1 lofti, aðeins 5—10 cm., og á engan hátt til þess líkleg, að því er virðast má, að hafa þann þrótt í sér fólginn, sem Jón Jærði til- einkar henni. Og eigi tel eg heldur trúnað manna nú á dögum á töframátt meiri en svo, að flestir myndu víst frekar kjósa að leita yfii'setukvenna eða lækna, ef kona væri í barnsnauð, en flýja á náðir tungljurtarinnar. Að því er viðvíkur afli hennar til lækningar á hinum „óbærilega sprengihósta“ Jóns lærða, þá má víst lengi deila um það, hvort hafi mátt sín betur, brennivínið eða tungljurtin. Um það geta bannmenn og ándbanningar deilt. Eigi er það heldur ætlun mín að hefja ritdeilur við mann, sem legið hefir 277 ár í gröfinni, en þó er eg þess fullviss, að margir eru þeir hér á landi, sem fúsir væru til þess að bregða vopnum til varnar skoðunum Jóns á eðli tungljurtarinnar, ef þeim hefði orðið það á sjálfum, að láta þá skoðun í ljósi í einhverju af dag- blöðum Reykjavíkur, áður en hreyft var andmælum. Allt það, sem við sjáum ofanjarðar af tungljurtinni, er ein- ungis blað, vanalega aðeins eitt. Niðri í jörðinni er dálítill lóð- réttur stöngull, sem lifir árum saman, og styður að því, að varð- veita líf tungljurtarinnar frá hausti til vors, þegar blaðið, sem skrýddi móinn að sumrinu, er visnað og að engu orðið. Neðsti hluti blaðsins er sívalur, eins konar blaðleggur, en efri hluti þess er klofinn að endilöngu, og koma þannig fram kvíslir þær, sem Jón Guðmundsson nefnir. Önnur kvíslin er blaðlaga, og skipt í mánalaga sepa, en af því er einmitt ízlenzka nafn plönt- unnar dregið. Neðri hluti hinnar kvíslarinnar myndar neðst nokkurn veginn beint áframhald af leggnum, sem áður var get- ið, en efri hlutinn er greinóttur, og á greinunum eru örsmá, korn- laga líffæri. Á milli blaðkvíslanna tveggja er auðsæ verka- skipting. Blaðkennda kvíslin er græn, hún á að vinna ltolsýr- una úr loftinu, plöntunni til farnaðar. Kornótta greinin er brún- leit, hlutverk hennar er að framleiða næstu kynslóð. Tungljurtin er gróplanta, þ. e. hún ber ekki blóm, heldur æxlast með svonefndum gróum í stað fræja. Á hinn bóginn telzt hún til hinna fullkomnustu allra gróplantna, byrkinganna, sem 7*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.