Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 56
102
NÁTTÚRUFR.
og raun varð á. Árið 1920 sá hinn frægi stjörnuhrapa-fræðingur
Denning fimm stjörnuhröp, dagana 6.—9. október, ef til vill hafa
þau stafað frá þessari sömu halastjörnu, og 9. okt. árið 1926 tók
stjörnufræðingurinn Prentice eftir 16 stjörnuhröpum á þremur
stundum. Stjörnufræðingurinn Natansen í Leningrad hefir reikn-
að út, hvar stjörnubrot þau, sem hröpin 9- okt. komu frá, eigi að
vera á himninum í næstu framtíð, en enginn hefir ennþá komið
auga á þau, enda þótt staðurinn sé nokkurn veginn ákveðinn
eftir þessum útreikningum". Á. F.
Blindur fálki.
Fyrir ca. 20 árum síðan var eg eitt sinn seint í ágústmán-
uði að bera upp hey hér heima í Lóni. Sé eg þá hvar hvítur fálki
kemur fljúgandi, lækkar flugið smámsaman, unz hann er kom-
inn fast niður að jörðu í stórþýfðri lægð, er var skammt frá
mér. En þá bregður svo undarlega við, að í staðinn fyrir að setj-
ast á vanalegan hátt, þá rekst hann á þúfu og hálfveltur um koll,
en kemst svo fljótt á legg aftur og húkir á þúfunni hreyfingar-
laus. Mér þóttu þessar aðfarir í meira lagi undarlegar og vildi
grenslast betur eftir því, hvernig á þessu stæði. Eg nálgaðist því
fuglinn hægt og hægt móti vindi, unz ,eg var kominn mjög ná-
lægt honum. Gat eg aldrei séð þess nein merki, að hann yrði
nokkuð var við mig. Eg hvarf því frá honum eins hljóðlega og
eg kom, sóttu byssu, komst aftur í bezta færi, þótt á bersvæði
væri, og skaut hann. Yarð mér þá fyrst fyrir að skoða augun,
og kom þá í ljós, að hvítleit glýja eða hula var á þeim báðum,
líkt og maður sér á blindum sauðkindum. Hann var svo grind-
horaður, að hörmung var að sjá, hefir líklega verið að bana
kominn af hungri, því engan vott um fæðu var að finna í sarp
eða maga hans, sem eg skoðaði nákvæmlega; virtust mér og
innýflin yfirleitt bera þess vott, að fuglinn hefði eigi fengið nær-
ingu nýlega. Tel eg því engan vafa á, að fuglinn hafi verið
steinbljndur.
Lóni, 16. marz 1934.
Björn Guðmundsson.