Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 57
NÁTTÚRUFR. 103 Athugasemdir við „Nýjar íslenzkar plöntur“. Eftir Steindór Steindórsson. Um leið og eg þakka höfundinum fyrir þessa fróðlegu grein, um nýjar íslenzkar plöntur, sem ekki eru taldar í Flóru, vil eg leyfa mér að bæta þessu við. f greininni er ekki talin burknategundin, hlíðarburkninn, er eg nefndi svo, sem eg fann í hlíðinni fyrir ofan síldarbræðsluna á Hesteyri, 7. ágúst 1932, enda hefi eg minnst hans í Náttúrufræð- ingnum (III. árg., bls- 146, 1933). Síðan hefi eg frétt, að Ingólfur Davíðsson, sem nú stundar grasafræðinám á háskólanum í Kaup- mannahöfn, hafi einnig fundið þennan burkna, á sama stað, enda eigi merkilegt, því svo mikið var þar af honum. Þá get eg bætt við einni nýrri tegund, en hana fann eg 15. júní í vor á landi Skógræktarfélags Islands í Fossvogi við Reykjavík. Þetta var steinbrjótur (Saxifraga' granulata) — ef til vill mætti nefna hann kornasteinabrjót, vegna þess að hann hefir lauka, eins og laukasteinbrjótur; tegund þessi er mjög algeng víða í nágranna- löndum vorum. Vegna laukanna er hann auðþekktur frá öllum ís- lenzkum steinbrjótum, nema laukasteinbrjótnum, en frá honum má þekkja þessi nýju tegund á því, að á henni eru aðeins laukar neðst á stönglinum, en ekki einnig í blaðöxlunum, á stönglinum ofanverðum. Auk þess eru blöðin, að minnsta kosti þau neðstu, nýrlaga, og ekki hvasstennt eins og á laukasteinbrjót. Loks er kornasteinbrjótur stærri en hinn, Þessi eintök, sem eg sá, voru öll um 20—30 cm. á hæð, og flest í fullum blóma. Auðséð var, að plantan þreifst þarna prýðilega, og tel eg víst, að hún eigi sér hér eftir langan aldur á fslandi, hvernig sem hún er hingað komin. Þarna vex einnig talsvert af akurarfa (Stellaria graminea), sem Steindór fann í túninu á Vífilsstöðum. Ennfremur vil eg geta þess, að kræklurót (Corallorhiza in- nata) hefi eg fundið við Björk, Minni Borg og á Lyngdalsheiði í Árnessýslu; á Lyngdalsheiði var all-mikið af henni- í Flóru fs- lands og Flora of Iceland etc. stendur, að hún sé ekki á Suður- landi, en þetta er því ekki rétt. I báðum þessum bókum stendur einnig, að Ástragras sé ein- ungis fundið á einum stað hér á landi, nefnilega við Kaldalón, en það hefi eg fundið á sama stað og burknann, sem fyrr er getið, við Hesteyri. Á. F■

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.