Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 58
104 NÁTTÚRUFR. Ritfregnir. C. H. Ostenfeld and Johs. Gröndtved: The Flora of Iceland and the Færoes, Copenhagen 1934, XXIV + 195 bls., 2 kort. Prófessor heitinn Ostenfeld hafði mörgum árum áður en hann dó, ráðgert að gefa út dálitla bók (flóru), þar sem að greindar væru allar þær plöntur, sem yxu á íslandi og í Færeyjum. En vegna þeirra miklu anna, sem á hann höfðu hlaðizt, auðnaðist hon- um ekki að Ijúka þessu verki, hann var aðeins búinn að skrifa fyrri hluta bókarinnar þegar hann féll frá. Það féll þá í skaut magisters Gröndtveds, sem er aðstoðarmaður við grasasafnið í Kaupmannahöfn, að semja það af handritinu, sem Ostenfeld hafði ekki komizt yfir, gera ákvörðunarlykla og sjá um útgáfuna. — Magister Gröndtved hefir valið sér ýmsa aðstoðarmenn meðal sér- fræðinga, til þess að gagnrýna ýmsa plöntuflokka, sem erfiðir eru viðfangs, og að því er mér virðist, hefir í engu verið sparað til þess, að útgáfan öll mætti fara sem bezt úr hendi. Sjálfur hefir mag. Gröndtved unnið starf sitt með hinni mestu vandvirkni, enda má hiklaust telja hann í röð þeirra beztu jurtafræðinga, sem Danir eiga nú. Hann hefir ferðazt um mörg lönd, til dæmis öll Eystrasaltslöndin, nema Rússland, við gróðurrannsóknir, og í Grænlandi hefir hann einnig dvalið. Bók þessi er sérstaklega ætluð útlendum fræðimönnum, sem ensku mæla. Aldrei fyrr hefir verið skrifað fullkomið yfirlit yfir allar íslenzkar og færeyskar blómplöntur, með greiningarlykl- um, nema á Norðurlandamálum. — Bókin stendur framar Flóru Stefáns meðal annars að því leyti, að í henni eru taldar allmargar nýjar tegundir, sem þar er ekki getið, því ýmsar hafa fundizt nýj- ar, síðan Flóra kom út, en auk þess, hafa við nánari rannsókn, bætzt við 7 nýjar tegundir af undafíflum, og svo er augnfróin, sem áður var talin ein tegund (Euphracia latifolia), nú greind í margar. Merkilegt er það, að engin þeirra undafíflategunda, sem vex á Islandi, er til í Færeyjum, og á hinn bóginn vex enginn af færeysku undafíflunum hér, og þó eru gróðurríki þessara tveggja landa svo lík, að það er fullkomlega réttmætt að skoða þau undir sama sjónarhorni, eins og gert er í þessari bók, einkum ef litið er á það frá landfræðilegu sjónarmiði. Greiningarlyklarnir í þessari þók finnst mér margir hverjir greinilegri en í Flóru Stefáns. Bókin fer sem næst þvi, að grípa yfir allt það, sem menn vita

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.