Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 60
106 NÁTTÚRUFR. gi'eina, að bókin er ætluð alþýðu manna, og verður því að hafa þann búning, sem bezt er almenningi að skapi, enda tel eg hana vart villandi fyrir þá sök. Bókin er girnileg til fróðleiks, enda ber efnisskipunin og fyrirsagnirnar það með sér, en þær eru þessar: Fyrsta bók: Við dyr býkúpunnar. Önnur bók: Sveimurinn. Þriðja bók: Borgin reist. Fjórða bók: Ungu drottningarnar. Fimmta bók: Brúðkaupsflugið. Sjötta bók: Karldýrin drepin. Sjöunda bók: Framfarir ættkvíslarinnar. Þýðandinn, Bogi Ólafsson, yfirkennari, hefir eins og vænta mátti leyst starf sitt prýðilega af hendi. Um málið ferst mér ekki að dæma, þar sem Bogi á í hlut, en hitt er víst, að hann hefir ekki strandað á neinum þeim skerjum, sem von hefði verið til að yrðu að ásteitingi, jafn flókið og efnið er, og jafn óþjált og mál vort er, og fátækt á orð yfir öil þau nýju hugtök, sem þýðing eins og þessi flytur inn í málið. Vissulega á það að vera hlutverk náttúrufræðinganna að ráða nöfnum á hugtökum og hlutum í sínu fagi, en í þetta skipti hefir svo vel tekizt, að allir mega vel við una. Eg fullyrði, að engin þeirra þýðinga, sem eg hefi séð, stendur þessari framar, og er það þeim mun meira virðingarvert, hve vel þýðandanum hefir tekizt, vegna þess hve miklum mun erf- iðara er að þýða svona rit á íslenzku en t. d. á dönsku eða ensku, eða flest önnur mál. Á hinn bóginn hefði mér fundizt, að betur hefði mátt tak- ast um fráganginn. Bókin hefði fullkomlega átt það skilið, að betur hefði verið vandað til hennar. T. d. hefðu upplýsingar þær, sem þýðandinn hnýtir aftan í síðasta kaflann, átt að koma sem formáli, og eigi hefði sakað að hafa efnisyfirlit. Þetta eru þó smámunir hjá þeirri regin misgá, að hafa bókina myndalausa. Slíkt er synd, sem varla er hægt að fyrirgefa. Hér birtist bók, sem vegna afburða sinna fer sigurför um allan heiminn, hún er prýðilega þýdd, en myndalaus, og er þó um náttúrufræði, þar sem myndir verða að fylgja nærri hverri setningu. Að vísu hefir þessi bók engar myndir á þeim málum, þar sem eg hefi séð hana, en við verðum að gæta þess, að hvert mannsbarn í öðrum löndum er nauðakunnugt býflugunni, í hverri náttúrufræðibók barnaskól- anna þar er löng greinargerð um býkúpuna, með myndum. Lýsing

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.