Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 64
110
NÁTTÚRUFR.
Jarðskjálftabölið.
Síðustu vikurnar hafa jarðskjálftar þeir, sem ógnað hafa.
nyrðra, gripið hugi manna svo, föstum tökum, að eigi mun út í
bláinn, að minnast nokkuð á jarðskjálfta almennt. Hér verður
þó ekki farið langt út í þá sálma, aðeins stuttlega rifjaðar upp
helztu „kennslubóka-setningar“ um jarðskjálftana almennt.
Það sem almennt og einu nafni er nefnt jarðskjálftar, eru
snöggir kippir í jarðskorpunni. Jarðskjálftar eru mjög almennir
víða um lönd, og sumstaðar eru þeir daglegir viðburðir, eins og"
t. d. í Japan, þar sem koma um 600 jarðskjálftar að meðaltali á.
ári, og margir mjög skaðlegir. I höfuðborg Japans einni, hafa
verið taldir yfir 2000 jarðskjálftakippir á síðustu 25 árum. Hér
í Evrópu eru jarðskjálftar algengastir í Grikklandi, þar næst í
Suður-ítalíu og loks hér á landi. Sums staðar í álfunni, eins off
t. d. í Danmörku og norðanverðu Þýzkalandi, v.erður þeirra varla
nokkurn tíma vart. Frá þeim stað í jarðskorpunni, þar sem jarð-
skjálftarnir eiga upptök, dreifast þeir sem bylgjur til allra hliða.
Hver einasti hlutur, smár eða stór, sem verður fyrir áhrifum
bylgjunnar, sveiflast ósköp lítið, um leið og hann tekur þátt í
bylgjuhreyfingu jarðskorpunnar. Vanalega eru bylgjurnar ör-
smáar, og þótt þær nemi ekki nema hálfum centimetra, geta þær
bó eyðilagt hús og önnur mannvirki, vegna þess að þær eru
snöggar sem högg.
Sá staður í jarðskorpunni, þar sem hreyfingin á upptök, er
kölluð Centrum jarðskjálftans, en beint upp af honum á
yfirborði jarðarinnar, er E p i c e n t r u m. Kringum epicentr-
um gætir jarðskjálftans mest, og kemur þar fram sem lóðrétt
högg. Á stöðum, sem fjær liggja, kemur jarðskjálftinn ógreini-
legar fram, eftir því sem fjær dregur, og nálgast þar meira lá-
rétta bylgjuhreyfingu. Hraði bylgjanna, eða hraði jarðskjálft-
ans frá uppruna sínum yfir landið í kring er mjög misjafn. Með
tilraunum hafa menn fundið, að ,,jarðskjálftakippir“ út frá
sterkum sprengingum fóru með 3 kílómetra hraða á sekúndu í
graníti, en aðeins 300 metra hraða, eða 10 sinnum hægar í sandi.
Kippir, sem koma langt að, fara tvær leiðir, aðra beint í gegnum
jörðina, stytztu l.eið, frá stað til staðar, en hina eftir yfirborði
jarðarinnar. Menn hafa komizt að raun um, að þeir fyrrgreindu,
sem kalla mætti forboða, fara með 16 kílómetra hraða á sekúndu,
en þeir síðarnefndu rúmlega 4 sinnum hægar, eða aðeins með
3,8 km. hraða.