Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
67
Reck talar um nýtt, þverlmipt, brot að austan og þó sérstak-
lega að sunnan. Tekur hann það fram, að brot þessi sé mjög
nýleg, þrátt fyi'ii' það, þótt móbergið vcðrist ákaflega fljótt.
Vatnsjaðarinn að sunnan, undir Þorvaldstindi, myndar línu,
sem er aðeins örlítið sveigð til norðurs um miðjuna.
Af athugunum þeirra Spethmanns og Recks, má draga þá
ályktun, að árið 1907 var vatnið liætt að hækka. Vatnið hafði
dýpkað um 90 m síðan 1884 og vatnsflöturinn stækkað um 6
km2 að minnsta kosti. Ef vér viðhöfum sömu aðferð og áður
við að reikna vatnsaukninguna, þá verður hún: 5x90 + 6x45
= 720 millj. m3. Sé nú gengið út frá 40 millj. m3 árlegri aukn-
ingu, þá fáum vér 18 ár, og ætli vatnið þá að hafa liækkað
til 1902. Það er injög líklegt, að árleg aukning vatnsins hafi
verið meiri en þetta, eða vatnið haldið lengur áfram að stíga,
því að sennilega liefir hraunið byrjað að leka áður en fullri
vatnshæð var náð, og svo voru liliðar jarðfallsins víða mjög
brattar, jafnvel alveg lóðréttar, ofan til. Á móti þessu má aft-
ur telja það, að mikið af föstum efnum liefir horizt í vatnið
og auk þess hefir jarðfallið stækkað mikið á þessu tímahili, en
um dýpt hinna yngri hluta þess vitum við eklci mikið. Að öllu
greinagóður maSur og tók þátt í leitinni í vatninu. Staðurinn, þar sem
þetta mikla dýpi fannst, er skammt suSur frá Víti. Þó er færið hafði
veriS dregið upp 40—50 faðma, festist það, en losnaði brátt aftur. Jón
Þorkelsson frá Víðikeri, sem var með i leitinni, taldi, að þeir hefði rennt
færinu niður í stærsta og dýpsta gíginn, sem hann hafði séð niðri i
jarSfalIinu, en hann fór fyrstur manna niSur í þaS veturinn 1876.
5*