Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 20
(»4
NÁTTÚRUFRÆÐING URINN
ur. Frá vikurgígnum segir liann að sé 600 fet (183 m) niður
að vatninu og telur, að á tímabilinu 1878—80 hafi vatnið hækk-
að um 40 fel (12 m), ef til vill á ári, því að hann dregur þá
ályktun af þessu, að jarðfallið muni fyllast á 20 árum. Af
þessu virðist Ijóst, að yfirhorð vatnsins liafi hækkað um 49 m.
síðan 1876, eða um rúma 12 metra að meðaltali á ári. Með lilið-
sjón af þessari hækkun og korti Carocs, er liklegt, að lögun
vatnsins hafi verið dálitið óreglulegur sporbaugur, lengri ás-
inn 2,6 km en liinn skemmri 1,7 km og stærðin um 3,5 km1 2.
Tjörnin, sem mynduð var, þegar Johnstrup og Caroc komu
i Öskju, var 1,2 km2 og sc reiknað með, að vatnsbotninn hækki
jafnl frá henni uppeftir, verður vatnsmagnið, sem safnazt hef-
ir á fjórum áruin: 1,2x49+2,3x24,5 = 115,5 millj. m3 eða um
29 millj. m3 á ári að meðaltali.
Lock telur norðurhlið jarðfallsinsk (þ. e. NV hlið) 2 mílur
(3,2 km) á lengd og sé þeim megin 400 feta (122 m) háir hamr-
ar. Að sunnan sé snarhrött fjöll 2000 feta (600 m) liá. Að
austan segir Lock, að fjöllin rísi snarbrött á mílu (1,6 km) vega-
lengd um 700 jards (640 m) frá vatninu. Þar sá hann skammt
fró fjallsrótunum, sprungur þaktar vikri, en röð af gufuhol-
um sýndi stefnu hennar. Þetta bendir til þess, að opin sprunga,
að mestu leyti liulin vikri, liafi legið milli Vítis og suðurgig-
anna. Hiti vatnsins 1878, var 20,5° C.
Næst eftir Lock kemur E. Delmar Morgan í Öskju, 20. ágúst
1881.J) Á frásögn hans er ekkert að græða. Hæðina niður að
vatninu frá Víti, telur hann 500 fel (152 m) og ununál vatns-
ins 4 mílur (6,4 km), en sámkvæmt frásögn Locks og athug-
unum Thoroddsens, þremur árum siðar, getur þetta ekki stað-
izt, og eru tölur þessar vafalaust hrein ágizkun.
Árið 1884 kemur Thoroddsen í Öskju. llann kom þangað
25. júlí og fór inn um Öskjuop.2) Hafði liann þar mjög skanuna
viðdvöl og því eru athuganir hans miklu færri en æskilegt hefði
verið. Thoroddsen hindur sig í ölluin aðalatriðum við kort Gar-
ocs og verður því eigi sagt með neinni vissu liverjar breyting-
ar höfðu orðið á jarðfallinu þau 8 ár, sem liðin voru síðan
Caroc mældi það. Þó er lýsing Thoroddsens á jarðfallinu tæp-
1) John Coles: Summer Travelling in Iceland.
2) Þorv. Thoroddsen: Ferðabók I. bls. 330—341.
— ---- Lýsing Islands II., bls. 171.
— ---- Die Geschichte der islandischen Vulkane, bls.
215.