Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
71
Niðurstöður mínar verða þá þessar:
1. Fyrir gosin 1875 var ekkert teljandi jarðsig i suðaustur-
liorni Öskju. Jarðfallið ér allt myndað meðan á gosunum
stóð og síðar. Sumarið 1875 er það aðeins 3 km2 að stærð
og 120—150 m djúpt. Sumarið 1876 er stærðin 7.3 km3 og
mesta dýpi 232 m, 1907—15 er stærðin sennilega um 11 km2
og nú nálægt 11.7 km2. Jarðfallið liefir líka stöðugt ver-
ið að breyta lögun, eins og meðfylgjandi teikningar sýna.
Breytingar þessar hafa að langmestu leyti orðið á þann
hátt, að nýjar landspildur liafa sigið og hefir síðasta jarð-
sigið liklega orðið eftir 1908 og ef lil vill ekki fyrr en 1926.
2. Vatnið i sigskálinni hefir vaxið jafnt og þétt fram yfir
aldamót. Stærð þess og lögun hefir verið þannig á ýms-
um tímum:
1876 Kringlótt, .............
1880 Sporbauglaga, ..........
1884 Sporbauglaga, ..........
1908 Ferhyrnt, bogadr. horn,
1932 Trapeslaga..............
lengd 1.25 km, breidd 1.25 km, stærð 1.2 km’
— 2.6 —
— 3.2 —
— 4.11) —
— 3.91) —
— 1.7 —
— 2.0 —
— 3.01) —
— 3.51) —
— 3.5 —
— 5.0 —
— 11.0 —
— 11.7 —
Meðan vatnið var að liækka, er sennilegt, að vatnssöfn-
unin hafi numið um 40 milj. m3 árlega, þegar frá eru
dregin fyrstu árin, meðan vatnshitinn var mestur. Nærri
lætur, að úrkomusvæðið, sem hefir aðrennsli að Öskju-
vatni, sé 50—60 km2. Ef engin liiiðsjón er höfð af uppguf-
un, sem vafalaust er ekki mikil eftir að áhrifa jarðhitans
á vatnshitann hætti að gæta verulega, þá samsvarar hin
árlega vatnsaukning 700—800 mm úrkomu, og sennilega
er úrkoman í Dyngjufjöllum ekki minni en þetta. Líkur
benda til þess, að vatnið hafi verið að liækka fram um
1902 og ef til vill lengur, en eflir 1907 liefir það ekki
Iiækkað.
3. Samliliða þvi, að spildur hafa brotnað og sigið norðan úr
Þorvaldstindi, hefir gosið þar, og jarðhitasvæði myndazt.
Má teljá líklegt, að hrennisteinssvæðið norðan í tindinum
og gígurinn í vatninu liafi myndazt samhliða slíku jarð-
raski. Þrátt fyrir mjög mikið hrun úr fjallinu og það, að
jarðfallið liefir síðan 1876 færzt suður um 1.5 km, þá er,
eftir því sem hezt er vitað, hvergi meira aðdýpi en ein-
1) Mesta lengd og breidd.