Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 66
110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sé nú höfð liliðsjón af þessn við athugun óraskaðra berglaga
Fnjóskadals og nágrennis hans, þá virðist, eins og áður er á vikið
um Selárgil, að fornbergið liggi nokknð liátt á þessu svæði. Ofaná
tekur svo við herggerð, sem mjög sver sig í ætlina við ýmsa staði
í svipaðri berglagahæð vestar i landinu. Hér er mikið um sand-
steinslög milli hasaltlaga, sumra allgrófkorna, ýmist móleit, sums-
staðar ljós eða þá nokkuð rauðhökuð. Þetta helzt þar til komið er
upp að jökulmenjunum og grásteinslögunum, sem þeim fylgja,
og er efsta deildin í þessu hasaltkerfi.
Þessar efstu deildir herglaga í Bárðardals og Kinnarfjöllum
halda svo áfram austur eftir hinni signu landspildu austan fjall-
anna, og eru sumsstaðar óþaktar yngri myndunum. Fornrar und-
irstöðu mun því grynnra að leita í Þingeyjarsýslum; en margur
hefur ætlað og ekki líklegt, að það sé neitt Ginnungagap nýrra
myndana, þólt yngri móbergsblandnar hergmyndanir sé þar sums-
staðar allþvkkar. Að visu valda jökulmenjarnar, er gera má ráð
fyrir, að hafi verið í efsta lagi landspildunnar, sem seig, noklcur-
um erfiðleikum við að átta sig á samskeytum Ivinnarfjallabergs-
ins og þess, er siðar hefur hætzt ofaná, en þó sýnist svo, að háf jalla-
4. mynd. Borglagaskipun um Merkjárgil í norðanverðu Ljósavatnsskarði.
1. Þunn forn basaltlög úr dökku grófkornabergi, en á milli grátt og bleik-
leitt möndluberg. Kvarts og kalkspat kenndar myndanir atgengar. 2. Gjall
og móbergskennt mitlilag. 3. Gráleitt grófkornabasalt. 4. Lagskiplur mó-
leitur sand- og leirsteinn. 5. Dökkleitt basalt, sums staðar eygt, en litið
holufyllt, dálítið stuðlað. 6. Rauðlcitt lagskipt sandsteinslag. 7. Basalt.
5. Gráleilt basalt. 9. Rauðbakaðar leir- og sandsteinsmyndanir, sums stað-
ar völusteins- og hnullungaberg. Líkist mjög jökulmenjum að öðru en
litnum, en engir jökulrákaðir steinar fundnir. 10. Grófkorna háfjalla-
grágrýti. Tölurnar hæð í metrum.