Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 34
78
XÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
(vtxi'óa/.oc). Það hljómar eins og það þýddi „lítið lik“ (víxvc) og eins
og litið lík í líkkistu sefnr litla lífveran í púpunni. Sumir kirkju-
feðranna, einkum Basilius (329—379 e. Kr.), sjá í þróunarsögu
fiðrildisins táknmynd upprisunnar.
Aristoteles skýrir frá fiðrildi einu, sem mörgum hefur verið
ráðgála. Úr tólffótung hreytist það í púpu og spinnur utan um sig
hjúp. Sérstök stétt kvenna hefur það að atvinnu að rekja af púp-
unni hjúpinn og vefa síðan klæði úr þræðinum. Er einhver kona
á Kos talin höfundur þessarrar atvinnugreinar. I fyrslu virðist
þetta greinileg lýsing á silkiorminum, en vér vitum, að silkiorm-
urinn og mórberjatréð, sem hann lifir á, voru ekki flutt til Grikk-
lands fyrr en um 1000 árum siðar, á rikisstjórnarárum Justinian-
usar (527—61 e. Kr.). Plinius greinir og frá þessum silkiormi frá
Kos og segir, að liann lifi á aski, eik og kýprussviði. Kemur þetta
heim við (iðrildi eitt, er heima á í Evrópu sunnan- og austanverðri
(lasiocampa otus) og spinnur grófan hjúp. Ýmsar tegundir sillci-
orma, auk hins eiginlega og algengasta, eru enn notaðar, svo sem
ormar, er gefa af sér „Tussore“-silki Indlands og enn aðrar tegund-
ir silkis í Japan. Þannig mun og silki liafa verið spunnið og ofið í
Hellas, þar til er þessi gamli iðnaður hlaut að víkja fyrir glæsilegri
afurðum „kínverska ormsins“.
Áður en vér skiljumst við skordýrin, skal staldra við eitt þeirra,
er Grikkir höfðu mestar mætur á af þeim öllum. í upphafi sagna-
rits síns skýrir Þúkydides frá því, að rikir horgarar i AþenU hafi
borið trjásöngvur úr gulli í hári sér. Dáðust Grikkir mjög að söng
trjásöngvunnar og flytja skáldin henni óspart lof í kvæðum sín-
um. Aristoplianes segir t. d. í leikriti sínu „Fuglunum“:
Þó að brenni hátt á himni sól,
liefi ég á grónu engi ból,
til að hlusta’ á tæran silfurtón,
trjásöngvunnar glöðu, fyrir nón.
Auk margs annars, er Aristoteles hefur um trjásöngvUna að
segja, rekur liann þróun liennar nákvæmlega: Kvendýrið verpur
eggjum sínum í dauðar, holar greinar, svo sem reyrstafi, sem vin-
viðurinn vefst um á vínekrunum. Er aflcvæmið skríður úr egginu,
grefur það sig niður í jöx-ðina. Síðan kemur það upp á yfirborð
jarðar, einkum í rekju, er hleytan lxefur mýkt jarðveginn. Lirfan
tekur þá á sig nýja mynd og loks skríður trjásöngvan út úr liýð-
inu, hi-eytir lit og tekur að syngja.
Segja má, að hók Aristotelesar um dýrin, Historia Animalium,