Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 36
-80
NÁTTÚRUF RÆÐINGURIN N
Guðmundur Kjartansson :
Um fjallmyndun. I.
Kraftar þeir, sem skapa fjöll (og aðrar mishæðir á yfirborði
jarðar), eru tvenns konar: Innrænir (endógenir), ef orkan, sem
lil þeirra fer, á upptök sín inni i jörðinni sjálfri, og útrænir
(exógenir), ef orkan kemur að utan, en liin óþrjótandi uppsprettu-
lind þess konar orku eru geislar sólarinnar. Öll fjöll eru að ein-
hverju leyli smíði innrænna krafta, en flest bæði innrænna og út-
rænna.
I. INNRÆN FJALLMYNDUN.
Fjöll geta hlaðizt upp i eldgosum og kallast þá eldfjöll. Þau
gela einnig lyfzt upp úr jarðskorpunni, eða staðið eflir, þegar
umbverfið sígur, og kallast þá — bvort beldur sem er — horst-
fjöll. Þá getur og böggun jarðskorpunnar í lárétta stefnu gefið
tilefni til fjallmyndunar. Það eru kölluð fellingafjöll.
Eldfjöll.
Hér á landi eru mörg fjöll hlaðin upp úr gosgrjóti. Þó fer því
fjarri, að fjöll bafi myndazt á öllum gosstöðvum bæði fornum
og nýjum. Þegar gýs á jafnsléttu, verður sjaldnast fjall eftir, held-
ur aðeins gígbólar og eldvörp, eða liraunspildur mismunandi
þykkar. En við margendurtekin gos á sömu stöðvum geta smám
saman blaðizt upp bin mestu fjallbákn. Lögun eldfjalla er æði
mismunandi. Berum t. d. saman Heklu, Skjaldbreið og Helgafell i
Vestmannaeyjum! Tvennt er það, er bér ræður mestu um: eðli
gosefnanna og lögun gosopsins.
Efni það, sem upp kemur i eldgosum nefnist magma. Það er
glóandi beitt bráðið berg, og er mikið af lofttegundum leyst upp
í því. Magma, sem mikið er i af steinefninu kísilsýru (réttara sili-
síumdíoxýði, Si02), er kallað súrt. En sé magmað fátækt að þessu
efni, kallast það basískt. Bergtegundirnar eru einnig kallaðar súr-
ar eða basískar, eftir því úr hvers konar magma þær eru mynd-
aðar. Súrt berg (l. d. líparít) er Ijósara á lit og léttara í sér en bas-
ískt berg (t. d. basalt). Magma er að öðru jöfnu þeim mun treg-
ara, sem það er súrara, og þvi kvikara, sem það er basískara.
Þegar magmað nálgast yfirborð iarðarinnar á leið sinni upp úr