Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 77
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
121
Sumarið 1924, á tímabilinu frá 5. júní til 13. ágúst, tók danska
hafrannsóknaskipið Dana 32 sýnishorn kring um ísland, á ýmsu
dýpi frá yfirborði og niður i 400 metra. Þessi sýnishorn reyndust
talsvert auðugri af gulli en þau, sem áður voru nefnd. Meðallalið
reyndist 0,047 mg og mest 0,186 mg ])r. tonn.
Sama sumar í júlí tók Grænlandsfarið Godthaab 15 sýnishorn
nálægt austanverðu Grænlandi, á ýmsu dýpi frá yfirborði og niður
í 260 metra. Þessi sýnisliorn reyndust mjög lík Dana-sýnishorn-
unum. Meðaltalið varð liér 0,040 mg og mest 0,128 mg pr. tonn.
En auk þess tók Godthaab þrjú sýnishorn af bræðsluvatni úr haf-
is á sömu slóðum og voru þau öll miklu auðugri af gulli. Tölurn-
ar eru fyrir þau: 0,498, 0,856 og 4,843 mg pr. tonn. Ekki virðist
ósennilegt, að þetta báa gullinnihald íssins stafi frá ryki, sem bor-
izt bafi frá landi og sezt fast í hann, enda-kváðu sýnishomin liafa
borið einhver merki slíks. Svipuð ástæða gæti einnig átt sinn
þátt í hinu háa gullmagni sem eldri rannsóknirnar sýna og áður
er getið, því flest, ef ekki öll þau sýuishorn voru tekin nærri landi
á grunnu vatni, þar sem vindur og öldugangur gæti hafa þyrlað
upp gruggi frá botuinum.
Að fráskildum þessum þrem ísvatnssýnisbornum er ekki að sjá
á sýnishornunum frá liinum norðlægu liöfum, né beldur sýnis-
hornunum frá Meteor, að neitt reglubundið samhengi sé milli
dýptar og gullinnihalds. Kaliforníu-sýnishornin voru öll úr yfir-
borði.
Af öllum hinum mikla sæg sýnishorna, víðsvegar að úr heimin-
um, sem rannsakaður var, eru það aðeins örfá sýnishorn sem inni-
halda svipað gullmagn og þessi íssýnisliorn. En þau hafa þó kom-
ið fyrir af og til. Skal hér að lokum birt tafla vfir gullauðugustu
vatnssýnishornin sem rannsökuð voru. Um nokkur þeirra er raun-
ar ekki talið alveg öruggt að rannsóknin sé rétt og eru þau sett í
sviga í töflunni. Flest liinna, sem örugg eru talin, eru frá strauin-
mótum Labradorstraumsins og Golfstraumsins við Newfound-
landsgrunn, þar sem heitur og kaldur sjór skiptist á, og munu þau
upprunalega hafa verið orsölc þess að hinir þýzku vísindamenn
leituðu aðstoðar dönsku hafrannsókna-mannanna um söfnun sýn-
ishorna í norðlægum höfum.
Haber lceinur ekki í ritgerð sinni fram með neinar beinar til-
gátur um það hvernig á því standi að svo tiltölulega algengt virð-
ist vera að finna hátt gullmagn í sjónum á þessum slóðum, eða
hvort samband muni vera þar á milli og gullmagnsins í isnum.
Það virðist þó liggja nærri að gullagnir berist með ísreki suður