Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 24
68
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
samanlögðu er ])ó mjög sennilegt, að vatnið iiafi verið að stíga
fram yfir aldamót, en þó aldrei lengur en til 1907.
Að vatnið liafi vaxið, var auðvitað ekki annað en það, sem
við mátti búast. Meira undrunarefni var sú mikla breyting, sem
orðin var á jarðfallinu. Gígirnir í suðausturhorninu voru komn-
ir undir vatn. Jarðfallið liafði víkkað svo mikið til suðurs, að
nú myndar vatnsröndin nærri beina linu milli SA og SV liorn-
anna og frá Vítinu, suður í Þorvaldstind, voru 3 km, í stað 2ja
áður. Jarðfallið hafði líka vaxið mikið til NV, svo að jaðar-
línan, milli Vítis og SV liornsins, myndaði nú krappan lioga,
en áður hafði hún verið mjög litið bogadregin.
Það er bægt að hugsa sér þessa breytingu með tvennu móti:
1) Að valnið liafi grafið undan börmunum, svo að þeir bafi
smátt og smátt brotnað niður og færst út. Þetta er nú ekki
sennilegt um hraunlögin að norðvestan og þótt vatnið hefði
nagað sig inn í lausan vikurinn og móbergið i fjallahlíðunum,
þá hefði vafalaust myndazt grynningar og jafnvel eyrar, þar
sem mest lirundi í vatnið. Að svo er ekki, sýna dýptarmælingar
Recks á vatninu, því að aðdýpið reyndist einmitt mest, þar sem
vatnið hefir færst mest út. 2) Að jarðsigið hafi haldið áfram
eftir 1884 og liafi einhvern tima á timabilinu, 1884—1907, stór-
ar spildur sigið að sunnan og norðvestan. Er margt, sem styður
þessa skýringu, t. d. mikið aðdýjn, að sunnan og vestan, brot-
ið í móberginu norðan í Þorvaldstindi, mjög nýlegt ásýndum,
og myndun nýs liilasvæðis norðan í tindinum, sexn einmitt er
líklegt að tiafi komið fram við þess báttar jarðrask.
í sambandi við þetta má geta þess, að 1910 lcom Spetlnnann
aftur í Öskju. Fann hann þá engar breytingar við vatnið, frá
1907, aðra en þá, að stór spihla hafði sigið að norðvestan um
nokkura metra.
Eftir 1920 verða eldsumbrot iivað eftir annað í nágrenni
Öskjuvatns.1) í marz 1921 brýzt út eldur í fjöllunum við norð-
austurhorn vatnsins og rennur hraun fram í valnið. 1 nóvem-
ber 1922 kemur upp eldur við Suðurskörð og rennur hraun
þaðan i suðvesturborn vatnsins. Sama veturinn, líklega i des-
ember, gýs á tveimur stöðum i suðausturhorninu, upp af gömlu
suðurgígunum og runnu þá tvær hrauntungur út í suðaustur-
liorn vatnsins.
1) Guðm. G. Bárðarson: Die .iiingslen vulkanischen Ausbruchstellen
in der Askja. Zeitschr. f. Vulkanol. 1926 B.X. Sami: Skírnir 1928.