Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 63 verið gjallgígir, og þeir þóttust sjá dálítið hrauntagl, sem liafði runið frá þeim að minnsta kosti einum gígnum. Vikur eða ösku nefna þeir ekki. Jolinstrup segir ákveðið, að frá gosstöðvunum hafi ekkert hraun komið, gosefnin hafi verið einungis vikur og aska. Hvað var þá orðið af hrauninu, sem Mývetningarnir sáu? Það, ásamt eldvörpunum, sem þeir sáu, hafði sokkið og sundrazt, þegar jarðfallið myndaðist. Jarðfallið var ekki til, eða aðeins að byrja að myndast, þegar Mývetningarnir komu í Öskju og gígirnir í suðurhorni jarðfallsins eru myndaðir seinna. Það, sem Mývetningarnir sáu, var því aðeins forspilið að þeim ægilegu hamförum, er voru í aðsigi. Sj^ðsti liluti jarðfallsins er líklega að einhverju leyti myndaður við sprengingu og ekk- ert er sennilegra, en að gamlir gjallgígir með hjarni í hafi ver- ið þarna í liliðunum og sundrast, þegar sprengingin varð og suðurgígirnir mynduðust. Það er sennilegast, að þessir suðurgigir hafi gosið um líkt leyti og Viti og það þarf ekki langa rannsókn á þessum slóð- um til að sjá, að vikurgosið 29. marz, sem lagðist til austurs, er aðeins einn þáttur vikurgosanna i Öskju. Allt umhverfis vatnið eru þykk lög af grófgerðum vikri, nema norðan í Þor- valdstindi, þar sem sífelld skriðuföll og síðari tima jarðsig hafa þurrkað vikurinn hurtu, en uppi á tindinum eru mikil vikur- lög og öll suðurhlið fjallsins er þakin margra metra þykkum vikurhjúp, en sunnan við tindinn hefir dyngt niður stórum vikurstykkjum. Þessi vikur hefir fallið við aðra vindstöðu held- ur en vikurinn, sem féll yfir Austurland. Líklegt er, að hann sé kominn frá suðurgígunum. Sá næsti, sem kemur í Öskju á eftir Johnstrup og Caroc og leggur nokkuð til málanna, er Englendingur W. G. Lock að nafni. Hann kemur tvisvar í Öskju, 1878 og 1880. Hann hefði því liaft mjög gotl tækifæri til að fylgjast með þeim breyting- um, sem þarna urðu fyrstu árin eftir gosin, en í stað þess að lýsa nákvæmlega því, sem liann sá, er hann að sjóða saman alls konar fráleitar kenningar um eldgosin. Þó eru nokkur atriði i frásögn lians, sem geta gefið mikilvægar hendingar.1) Ekki gelur Lock þess, að jarðfallið hafi tekið teljandi breyt- ingum síðan Jolinslrup og Caroc mældu það og þarf varla að efa, að hann hefði getið þess, ef honum hefði fundizt eitthvað skakka frá mælingu þeirra, því að hann er óspar á aðfinnsl- 1) W. G. Lock: Askja Icelands largest volcano, bls. 57—66.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.