Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
63
verið gjallgígir, og þeir þóttust sjá dálítið hrauntagl, sem liafði
runið frá þeim að minnsta kosti einum gígnum. Vikur eða ösku
nefna þeir ekki. Jolinstrup segir ákveðið, að frá gosstöðvunum
hafi ekkert hraun komið, gosefnin hafi verið einungis vikur
og aska. Hvað var þá orðið af hrauninu, sem Mývetningarnir
sáu? Það, ásamt eldvörpunum, sem þeir sáu, hafði sokkið og
sundrazt, þegar jarðfallið myndaðist. Jarðfallið var ekki til,
eða aðeins að byrja að myndast, þegar Mývetningarnir komu
í Öskju og gígirnir í suðurhorni jarðfallsins eru myndaðir seinna.
Það, sem Mývetningarnir sáu, var því aðeins forspilið að þeim
ægilegu hamförum, er voru í aðsigi. Sj^ðsti liluti jarðfallsins
er líklega að einhverju leyti myndaður við sprengingu og ekk-
ert er sennilegra, en að gamlir gjallgígir með hjarni í hafi ver-
ið þarna í liliðunum og sundrast, þegar sprengingin varð og
suðurgígirnir mynduðust.
Það er sennilegast, að þessir suðurgigir hafi gosið um líkt
leyti og Viti og það þarf ekki langa rannsókn á þessum slóð-
um til að sjá, að vikurgosið 29. marz, sem lagðist til austurs,
er aðeins einn þáttur vikurgosanna i Öskju. Allt umhverfis
vatnið eru þykk lög af grófgerðum vikri, nema norðan í Þor-
valdstindi, þar sem sífelld skriðuföll og síðari tima jarðsig hafa
þurrkað vikurinn hurtu, en uppi á tindinum eru mikil vikur-
lög og öll suðurhlið fjallsins er þakin margra metra þykkum
vikurhjúp, en sunnan við tindinn hefir dyngt niður stórum
vikurstykkjum. Þessi vikur hefir fallið við aðra vindstöðu held-
ur en vikurinn, sem féll yfir Austurland. Líklegt er, að hann
sé kominn frá suðurgígunum.
Sá næsti, sem kemur í Öskju á eftir Johnstrup og Caroc og
leggur nokkuð til málanna, er Englendingur W. G. Lock að
nafni. Hann kemur tvisvar í Öskju, 1878 og 1880. Hann hefði
því liaft mjög gotl tækifæri til að fylgjast með þeim breyting-
um, sem þarna urðu fyrstu árin eftir gosin, en í stað þess að
lýsa nákvæmlega því, sem liann sá, er hann að sjóða saman
alls konar fráleitar kenningar um eldgosin. Þó eru nokkur
atriði i frásögn lians, sem geta gefið mikilvægar hendingar.1)
Ekki gelur Lock þess, að jarðfallið hafi tekið teljandi breyt-
ingum síðan Jolinslrup og Caroc mældu það og þarf varla að
efa, að hann hefði getið þess, ef honum hefði fundizt eitthvað
skakka frá mælingu þeirra, því að hann er óspar á aðfinnsl-
1) W. G. Lock: Askja Icelands largest volcano, bls. 57—66.