Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 62
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
berglaga. Atliugim á grgrýtismyndununum, og gerð missigsins,
austan í Kinnar- og Bárðardalsfjöllum, leiðir og til söinu niður-
stöðu. Því er þannig farið, að misgengið virðist ekki hafa orðið
um eina heildarsprungu, heldur um dálítið sprungukerfi þar sem
flestar sprungurnar liggja nokkurnvegin samsíða, en sumsstaðar
með fremur stuttu millibili. Um þær sprungurnar, sem vestastar
voru, inn á fjalli eða um hrúnir þess, hefur sigið langminnst og
spildusnars í siginu gætir þar þá einnig lílið, en misgengið virðist
svo hafa farið vaxandi eftir því, sem fjær dró brúninni og að
sama skapi óx snarið til austurs á hverri spildu. Að loknu mis-
gengi mætti því hugsa sér fjallshlíðina alla i stöllum, þar sem
neðslu þrepin væri til muna liallandi framávið, en yrði svo Iialla-
minni, og eins og öruggari til ástigs, eftir þvi sem nær dragi fjalls-
hrúninni. Það er að vísu svo, að ekki sér fyrir þessum stöllum nú
nema að nokkuru leyti. T.angvarandi jökulskrið siðan þetla gerð-
ist hefur slipað svo af allar hrúnir og, að því er virðist, neðan til í
hlíðunum langl inn í hin hallandi lög, svo að um þetta er nú ekki
annað eftir að fara en óljósar leifar og svo þverskurði berglaga,
að því er til hans sér, einkum í Ljósavatnskarði og í austurhluta
Finnsstaðadals, en einna augljósast vitni um j)að, hvernig berlög-
in hafa hrevfzt og hversu grágrýtishellan fylgir eftir þeirri hreyf-
ingu er það, að hennar gætir sumsstaðar niður tröppurnar ofan
til um 150 m og er þar ekki i mjög snöruðum lögum. Neðar þar,
sem jökulþunginn liefur sorfið fastar og lengur að, er hún viðast
með öllu eydd ofanaf og þar hallar hergflekununl niður við Iilíðar-
fótinn nærfellt eins mikið og hlíðinni sjálfri eða frá 10—15° og
dæmi munu vera til meiri halla.
Afstöðu ])essa reyni ég að sýna með mynd 3 og er þar stuðst við
austanverðan Finnsstaðadal og Gljúfrárgilsskorninginn gegn
Yzta-Felli.
Auk þessarar meginreglu hefur hér og livar sprungið á ská suð-
vestur í fjöllin út frá fvrrnefndum aðalbrotalömum, ýmist svo,
að dalsig hefur myndazt milli tveggja sprungna, eins og orðið
hefir um Nipárdal, eða sprungan er aðeins ein og myndast þá
tunga milli hennar og aðalsigsins með sporðinn lil norðurs. Nú
hefur heildarsigið austan við fjallgarðinn orðið því meira, sem
lengra dró.norður og hefur cins farið með þessar tungur, að sporð-
ur þeirra liefur sigið mun meira en rótin lil fjallgarðsins. Þessar
tungur eru því nú eins konar Iiálsar eða hjallar í fjallshlíðunum
hallandi til norðurs, með lækjardragi að haki þar, sem sprungan
er. Berglagahalli slíkra tungna er því einnig til norðurs, svo að