Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
81
djúpinu, minnkar þrýstingurinn á þvi. Þá lialdast lofttegundira-
ar ekki lengur i upplausn, en skiljast frá — að sínu leyti eins og
koldíoxýðið, þegar tappi er tekinn úr illa kældri sódavatnsflösku
— og magmað tekur að freyða eða gjósa upp úr jörðinni. í gos-
inu skilst magmað í þrenns konar gosefni: Loftkennd, fljótandi
(bráðin) og föst (storkin). Loftkenndu efnin (að langmestu leyti
vatnsgufa) rjúka beina leið út í gufuhvolfið og eiga ekki neinn
beinan þátt í fjallmynduninni. Fljótandi efnin verða liraun. Þau
streyma burt frá gosopinu undan liallanum og storkna. Hraun-
flóðin renna mjög mislangt. Hin basískustu eru svo kvik, að þatt
gela runnið líkt og vatn og komast þá langar leiðir. En súrustu
liraunin eru svo treg, að þau lirúgast upp eins og kýli yfir gos-
opinu eða i námunda við það. Föstu gosefnin þeytast upp úr gos-
opinu og detta niður aftur. Þau geta verið lausagrjót, sem bið ólg-
andi magma hrifsar með sér, um leið og það ryður sér braut upp
úr jörðinni ,eða þá hraunflikki, sem slettast upp úr gígnum í
gufusprengingum, og eru hálfstorknuð eða fullstorknuð, þegar
þeim rignir niður aftur.
Gosopið eða magmarásin er einkum tvenns konar: pípa eða
sprunga.
Eldfjöllum m;á skipa í fjóra flokka eftir myndun og lögun. Þeir
eru: 1) dyngjur, 2) strýtumynduð eldfjöll, 3) hrvggmynduð eld-
ljöll og 4) hraungúlar.
I) Skjaldbreiður er ágætt dæmi um dyngju (md. 1). Hann er
bunguvaxinn, mjög reglnlegur að lögun og liefur aðlíðarídi Iilið-
ar. Hann er allur hlaðinn upp úr gosefnum, og að heita má ein-
göngu úr basísku hrauni. Magmarásin er pipulaga, og bæst á fjall-
inu er einn, stór gígur nærri því kringlóttur. Þaðan liefur livert
liraunflóðið runnið á fætur öðru, storknað ofan á eldri liraun-
unum og síðan grafizt undir næsta flóði. Sennilega liefur liðið
skammt á milli gosa, meðan fjallið var í smíðum. Ef lil vill hefur