Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 7
Ndttúrufr. - 26. drgangur - 1. hefti - 1.—64. siða - Reykjavik, april 1956 Sigurður Pétursson: Náítúruíi,æðm^urmii 2B ára Með þessu hefti byrjar 26. árgangur Náttúrufræðingsins, en hann hóf göngu sína í ársbyrjun 1931. Það voru tveir kunnir nátt- úrufræðingar, þeir Guðmundur G. Bárðarson, jarðfræðingur, og Árni Friðriksson, fiskifræðingur, sem stofnuðu tímaritið og settu á það þann svip, er það ennþá heldur að mestu leyti. Var því fyrst og fremst ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði, svo sem enn er fram tekið á forsíðu þess. Alþýðufræðsla á íslandi hefur alltaf verið meiri á sviði skáld- skapar og þjóðlegra fræða, en á sviði raunvísinda og tækni. Sama hefur átt sér stað í þeim skólum landsins, sem veita almenna fræðslu, nema hvað þar hefur komið til viðbótar mjög mikið tungu- málanám, er enn hefur skert hlut náttúruvísindanna. Að þessu leyti stöndum vér mjög að baki öðrum þjóðurn, sem hafa meiri og betri kost bóka og kennslu á eigin máli, og komast því af með minni tíma til tungumálanáms. Léttar bækur um allar lielztu grein- ar náttúrufræðinnar og margs konar hagnýt fræði önnur eru til á málurn frændþjóða vorra. fslenzk alþýða og íslenzkt skólafólk hefur aftur á móti lítið eða ekkert haft af slíkum bókum á stnu móðurmáli. En fróðleiksþorsti íslenzku þjóðarinnar er engu að síður mikill, og lýsir liann sér m. a. í því, hversu mikill áhugi er hér fyrir tungu- málanámi. Fólk hefur skynjað það, að þar var lykillinn að þekk- ingunni, því að í erlendum bókum var hægt að fræðast um fjöl- marga skemmtilega og gagnlega hluti, bæði í náttúruvísindum og tækni, sem ekkert var skrifað um á íslenzku. Nokkrar greinar um náttúrufræðileg efni birtust hér að vísu í tímaritum, sem annars voru lielguð skáldskap og þjóðlegum fræðum, en fram til ársins 1931, að Náttúrufræðingurinn hóf göngu sína, hafði enginn vogað útgáfu íslenzks tímarits, er aðeins flytti greinar um náttúrufræði.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.