Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 7
Ndttúrufr. - 26. drgangur - 1. hefti - 1.—64. siða - Reykjavik, april 1956 Sigurður Pétursson: Náítúruíi,æðm^urmii 2B ára Með þessu hefti byrjar 26. árgangur Náttúrufræðingsins, en hann hóf göngu sína í ársbyrjun 1931. Það voru tveir kunnir nátt- úrufræðingar, þeir Guðmundur G. Bárðarson, jarðfræðingur, og Árni Friðriksson, fiskifræðingur, sem stofnuðu tímaritið og settu á það þann svip, er það ennþá heldur að mestu leyti. Var því fyrst og fremst ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði, svo sem enn er fram tekið á forsíðu þess. Alþýðufræðsla á íslandi hefur alltaf verið meiri á sviði skáld- skapar og þjóðlegra fræða, en á sviði raunvísinda og tækni. Sama hefur átt sér stað í þeim skólum landsins, sem veita almenna fræðslu, nema hvað þar hefur komið til viðbótar mjög mikið tungu- málanám, er enn hefur skert hlut náttúruvísindanna. Að þessu leyti stöndum vér mjög að baki öðrum þjóðurn, sem hafa meiri og betri kost bóka og kennslu á eigin máli, og komast því af með minni tíma til tungumálanáms. Léttar bækur um allar lielztu grein- ar náttúrufræðinnar og margs konar hagnýt fræði önnur eru til á málurn frændþjóða vorra. fslenzk alþýða og íslenzkt skólafólk hefur aftur á móti lítið eða ekkert haft af slíkum bókum á stnu móðurmáli. En fróðleiksþorsti íslenzku þjóðarinnar er engu að síður mikill, og lýsir liann sér m. a. í því, hversu mikill áhugi er hér fyrir tungu- málanámi. Fólk hefur skynjað það, að þar var lykillinn að þekk- ingunni, því að í erlendum bókum var hægt að fræðast um fjöl- marga skemmtilega og gagnlega hluti, bæði í náttúruvísindum og tækni, sem ekkert var skrifað um á íslenzku. Nokkrar greinar um náttúrufræðileg efni birtust hér að vísu í tímaritum, sem annars voru lielguð skáldskap og þjóðlegum fræðum, en fram til ársins 1931, að Náttúrufræðingurinn hóf göngu sína, hafði enginn vogað útgáfu íslenzks tímarits, er aðeins flytti greinar um náttúrufræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.