Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 25
UM LIFNAÐARHÆTTI KARFANS 19 13. mynd. Kvörn, lireistur og hryggjarlið'ur úr karfa 54 cm. að lengd. Aldur fullra 6 ára (hraður vöxtur). Greina má vel á myndinni liina einstöku hringi og belti. (Kotthaus 1952). hin kenningin út á það, að aðeins þessi belti beri að telja sem ár- hringi. (Sjá 13. mynd). Ekki verður farið út í það hér að skýra með- og mótrök þessara kenninga, en línuritin á 14. mynd sýna, hversu mikið ber á milli. Þeir, sem aðhyllast síðari kenninguna telja vöxt karfans hraðann (Jensen, Kotthaus), en þeir sem aðhyllast þá fyrri telja hann hægan (Bratberg, Friðriksson, Perlmutter & Clarke, Travin). Nokkurs misræmis virðist gæta meðal þeirra, sem aðhyll- ast kenninguna um hægan vöxt, og getur það stafað að nokkru leyti af því, að athugunarstaðirnir eru mismunandi og því vaxtar- skilyrðin frábrugðin. En vart er skýringar á misræminu einvörð- ungu að leita í frábrugðnum vexti, því að Travin, sem fær nokkru hraðari vöxt en aðrir, er aðhyllast hægan vöxt karfans, byggir nið- urstöður sínar á karfa úr Barentshafi, en þar er sjór tiltölulega kald- ur, og vöxtur ætti því að vera að sama skapi hægari. Af þessu er Ijóst, að skoðanir manna um vaxtarhraða karfans eru rnjög mis- munandi, allt eftir því, hvora kenninguna þeir aðhyllast. Nú er og verður unnið ötullega að því, að komast til botns í þessu vandamáli, því að framvinda karfarannsóknanna er undir því komin, að unnt verði að aldursgreina karfann. Það er öllum Ijóst, liversu geysimikla þýðingu það hefur fyrir endurnýjun stofns- ins, hvort það tekur fiskinn 4—5 ár eða 10—15 ár að verða kynþroska, eða komast í gagnið, eins og það er orðað. Það eru í rauninni þetta

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.