Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN úr líknabelg er fyllt með salti eða sterkri sykurupplausn, bundið vel fyrir og blaðran síðan látin á kaf í vatn, sést fljótlega, að saltið eða sykurinn drekkur í sig vatn, svo að blaðran þrútnar og þenst út. Alkunnugt er, að afskorin blóm sjúga í sig vatn og geta þess vegna lifað alllengi í vatni. Bezt er að skera stöngul jurta sundur með beittum hníf. Þá haldast viðaræðarnar opnar. Sé stöngullinn skorinn eða klipptur með bitlausu verkfæri, er hætt við, að æð- arnar stíflist og eigi erfitt með að drekka í sig vatn. Samkvæmt gamalli eðlisfræðitilraun, átti aðeins að vera liægt að sjúga vatn 10 metra; hærra ekki. Menn skildu þess vegna ekki vel, hvernig vatn kemst jafnvel upp í hæstu trjátoppa. íslenzk tré munu enn sem komið er naumast vera liærri en um 11 metra. í Dan- mörku og víðar á Norðurlöndum geta ýmis tré orðið á liæð við Landakotskirkju, og risafururnar í Bandaríkjunum verða jafnvel yfir 100 metra á hæð. Gamla 10 metra kenningin stenzt ekki um tré. Þau geta sogað vatn í meira en 100 metra hæð, ef sogkraftur- inn er nógu mikill. Sogkraftur blaðanna er ótrúlega mikill; trjálauf getur jafnvel sogað vatn með 30—40 loftþvngda afli. Hægt er að mæla liraða vökvastraumsins í viðaræðunum með lituðum vökvum, eða með því að liita stöngulhluta og mæla, hve fljótt hitinn leiðist. í hveitiblöðum fer straumurinn með allt að 40 metra hraða á klukkustund; það er það hraðasta, sem enn er kunn- ugt. Allt vatnsmagnið, sem flyzt frá rótinni upp stöngulinn, mæld- ist hjá byggjurt nema einum lítra á tímabilinu frá 15. apríl til 1. ágúst. Það verða 2500—3000 smálestir vatns í byggakri, sem er 1 hektari að stærð. Viðaræðarnar eru flutningabrautir vatnsins og uppleystu salt- anna frá jarðveginum. En hvernig kemst næringin inn í frumurnar — úr viðaræðunum? Fíngerðustu greinar viðaræðanna mynda þétt net í blöðunum, samt ekki eins þétt og háræðanet manna og dýra. Og frumuveggirnir jafngilda sogæðakerfi dýranna. Frumuvegg- irnar (eða frumhýðið) eru ekki aðeins til hlífðar heldur jafnframt leiðslukerfi vatns og salta frá smágerðustu greinum viðaræðanna. Þetta er nýlega sannað með aðstoð flúrskinsefna, þ. e. efna, sem jafnvel í mjög þynntri upplausn senda frá sér flúrskin (flúorisera). Vatn með næringarsöltum berst svo frá frumhýðinu til hinna innri lifandi hluta frumanna. Sáldœðar eru gerðar úr löngum lifandi frumum. Endaveggirnir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.