Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 31
FLUTNINGAKERFI GRÓÐURSINS 25 -----Hi C--------------------- fí D I. mynd. Langskurður af æðastreng. A, B börkur, Bi bastfrumur, B2 sáldæðar, C vaxtarlag, D viður með viðarfrúmum og viðaræðum. eru með smágötum líkt og sáld. Sáldæðarnar eru flutningakerfi, sem flytja sykurvökva og amínósýrur frá blöðunum til stöngla, róta og aldina. Sykurstraumurinn getur seytlað bæði upp og niður, þ. e. í sumum sáldæðum flytzt sykurvökvinn niður frá blöðunum, en aðrar sáldæðar flytja hann upp á við. Sykurinn berst þangað, sem hans er þörf, t. d. þangað, sem kartöflur og rófur myndast eða korn og fræ þroskast. Hin vaxandi forðabúr gróðursins sjúga til sín sykurstrauminn. Sykurupplausnin í blöðunum er mun sterkari en í aldinum, hnýðunr og öðrum vaxandi forðabúrum plöntunnar. Það er ein- mitt þessi styrkleikamunur, sem er aflsuppspretta sykurstraumsins og lieldur honum við. Vaxandi aldin, kartöflur, rófur o. s. frv. viðhalda mismuninum á sykurstyrkleikanum með vexti sínurn og afla sér þannig stöðugt þess, sem þau þurfa frá blöðunum, gegnum sáldæðarnar. Sykurstraumurinn rennur heldur liægt aðeins 0,2—2 metra á klukkustund, eða mun liægar en vatnið í viðaræðunum. Vökvarnir í plöntunum renna eða seytla látlaust, dag og nótt, upp og niður. Vatnsstraumurinn ætíð upp á við, en sykurstraum- urinn bæði upp og niður (upp í aldin, niður í kartöflur o. s. frv.). Gróðurinn er furðuleg efnaverksmiðja, sem m. a. hagnýtir sykur svo snilldarlega, að nota mismun á styrkleika hans til að sjá að mestu urn næringarflutningana.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.