Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 32
Steindór Steindórsson: Ilótunýj iin^ar 1955 Síðan ég birti síðustu skrá mína um flórunýjungar 1951, hef ég eins og að undanförnu, ferðast til gróðurrannsókna á hverju sumri. Árið 1952 fór ég allvíða urn ytri hluta Fljótsdalshéraðs, 1953 um Rangárvallasýslu og dálítið um Mýrasýslu og 1954 um Snæfells- nes, einkum eystri liluta þess. Hér er skýrt frá þeim nýju tegundum, afbrigðum og slæðingum, sem ég fann á þessum ferðum mínum. Birtar eru einnig leiðrétt- ingar, eða öllu heldur gerð endurskoðun á nokkrum tegundum í 3. útgáfu Flóru íslands. Greininni fylgir listi yfir nýja fundarstaði, og eru taldar þar 46 sjaldgæfar tegundir og 9 slæðingar.1) Slæðingarnir eru taldir í stafrófsröð, en annars eru tegundir tald- ar í sömu röð og með sömu nöfnum og í Flóru íslands, 3. útg. 1. NÝJAR TEGUNDIR OG LEIÐRÉTTINGAR. 1. Botrychium simplex E. Hitch. Dvergtungljurt. Ný teg- und. — Þjórsárdalur 1952. Sbr. Náttúrufr. 22: 182. 2. Ruppia maritima L. var. longipes Hagstr. Nýtt afbrigði. — Stakkhamar, Snæfellsnesi 1954. Afbrigði þetta greinir sig frá aðaltegundinni í því, að aldinleggirnir eru lengri og sveigðir og vafðir í einn eða tvo hringa. Líkist það í því efni R. spiralis, en á lienni eru vafningarnir að jafnaði allmiklu fleiri, svo að ég tel réttast, að svo stöddu, að telja þetta íremur afbrigði af R. maritima. Afbrigði þetta er algengt í Ameríku, en er ekki getið í þeim norrænu flórum, er ég hef í höndum. 3. Phleum praténse L. ssp. nodosum (L.) Trab. Vallarfox- 1) Listi þessi hefur verið afhentur Náttúrugripasafninu til varðveizlu. Ritstj.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.