Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 39
KON OG KJARNORKA 33 tveim aðalhlutum, frymi og kjarna, þó að undanteknum rauðu blóðkornunum, sem engan kjarna hafa. í frumukjarnanum er litnið, en það er efni mjög ríkt af kirnissýru. Við hverja kjarnaskiptingu myndar litnið svokallaða litninga eða litþræði. Er tala þeirra lijá manninum 48, en litþræðirnir eru samstæðir tveir og tveir og mynda þannig 24 litþráðapör. Er þá annar litþráður samstæðunn- ar frá föðurnum, en hinn frá móðurinni. Hver frumuskipting hefst á því, að kjarninn skiptir sér. Við hina almennu kjarnaskiptingu klofnar liver litþráður eftir endilöngu, og fer livor helmingur í sína frumu, svo að livor dótturfruma fær jafnmarga litþræði og móðurfruman hafði, þ. e. í þessu tilfelli 48. Þannig fer kjarnaskiptingin fram í þeim frumum, sem byggja upp meginhluta líkamans. í kynkirtlunum gegnir nokkuð öðru rnáli. Þar eru sérstakar frumur, sem mynda kynfrumurnar, þ. e. frjóin og eggin. Við myndun kynfrumanna fer fram kjarnaskipting, sem er frábrugðin liinni almennu kjarnaskiptingu, og nefnist sú rýri- skipting. Er munurinn í því fólginn, að við rýriskiptinguna klofna ekki litþræðirnir í tvennt, heldur skiljast pörin að, þannig að annar litþráður liverrar samstæðu fer í aðra frumuna, en hinn í hina. í Iiverri dótturfrumu, þ. e. í hverju frjói og í hverju eggi, verða aðeins 24 litþræðir. Eru þessar frumur nefndar einlitna, til aðgreiningar frá líkamsfrumunum, sem hafa 48 litþræði og nefnd- ar eru tvílitna. Við frjóvgun renna saman frjó og egg og verður af nýr ein- staklingur. Þar sem frjóið og eggið, hvort um sig, hafa 24 litþræði, verða líkamsfrumur alkvæmisins sýnilega með 48 litþráðum, eða 24 litþráðasamstæðum, þar sem annar litþráður hverrar samstæðu er kominn frá föðurnum en hinn frá móðurinni. I litþráðunum eru erfðaeiningar þær, sem nefndar eru gen eða kon. Það eru konin, sem bera eiginleika lífveranna frá ættlið til ættliðs, frá foreldrum til afkvæma. Allir þessir arfgengu eigin- leikar til samans rnynda það, sem nefnt er eðlisfar einstaklingsins. Konin eru mjög mörg, sem eðlilegt er, að minnsta kosti um 10.000 í hverri frumu (5). Vitað er, að þau muni liggja í einfaldri röð eftir endilöngum litþræðinum, en gerð þeirra og efnasamsetning er lítt þekkt. Undan hverri almennri kjarnaskiptingu hlýtur að fara fram tvöföldun allra konanna í hverjum litþræði, svo að hvor hinna nýju litþráða fái öll sörnu konin, þegar litþráðurinn klofnar. 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.