Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 39
KON OG KJARNORKA 33 tveim aðalhlutum, frymi og kjarna, þó að undanteknum rauðu blóðkornunum, sem engan kjarna hafa. í frumukjarnanum er litnið, en það er efni mjög ríkt af kirnissýru. Við hverja kjarnaskiptingu myndar litnið svokallaða litninga eða litþræði. Er tala þeirra lijá manninum 48, en litþræðirnir eru samstæðir tveir og tveir og mynda þannig 24 litþráðapör. Er þá annar litþráður samstæðunn- ar frá föðurnum, en hinn frá móðurinni. Hver frumuskipting hefst á því, að kjarninn skiptir sér. Við hina almennu kjarnaskiptingu klofnar liver litþráður eftir endilöngu, og fer livor helmingur í sína frumu, svo að livor dótturfruma fær jafnmarga litþræði og móðurfruman hafði, þ. e. í þessu tilfelli 48. Þannig fer kjarnaskiptingin fram í þeim frumum, sem byggja upp meginhluta líkamans. í kynkirtlunum gegnir nokkuð öðru rnáli. Þar eru sérstakar frumur, sem mynda kynfrumurnar, þ. e. frjóin og eggin. Við myndun kynfrumanna fer fram kjarnaskipting, sem er frábrugðin liinni almennu kjarnaskiptingu, og nefnist sú rýri- skipting. Er munurinn í því fólginn, að við rýriskiptinguna klofna ekki litþræðirnir í tvennt, heldur skiljast pörin að, þannig að annar litþráður liverrar samstæðu fer í aðra frumuna, en hinn í hina. í Iiverri dótturfrumu, þ. e. í hverju frjói og í hverju eggi, verða aðeins 24 litþræðir. Eru þessar frumur nefndar einlitna, til aðgreiningar frá líkamsfrumunum, sem hafa 48 litþræði og nefnd- ar eru tvílitna. Við frjóvgun renna saman frjó og egg og verður af nýr ein- staklingur. Þar sem frjóið og eggið, hvort um sig, hafa 24 litþræði, verða líkamsfrumur alkvæmisins sýnilega með 48 litþráðum, eða 24 litþráðasamstæðum, þar sem annar litþráður hverrar samstæðu er kominn frá föðurnum en hinn frá móðurinni. I litþráðunum eru erfðaeiningar þær, sem nefndar eru gen eða kon. Það eru konin, sem bera eiginleika lífveranna frá ættlið til ættliðs, frá foreldrum til afkvæma. Allir þessir arfgengu eigin- leikar til samans rnynda það, sem nefnt er eðlisfar einstaklingsins. Konin eru mjög mörg, sem eðlilegt er, að minnsta kosti um 10.000 í hverri frumu (5). Vitað er, að þau muni liggja í einfaldri röð eftir endilöngum litþræðinum, en gerð þeirra og efnasamsetning er lítt þekkt. Undan hverri almennri kjarnaskiptingu hlýtur að fara fram tvöföldun allra konanna í hverjum litþræði, svo að hvor hinna nýju litþráða fái öll sörnu konin, þegar litþráðurinn klofnar. 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.