Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 43
KON OG KJARNORKA 37 2. mynd. Röntgenhylki. A lorskaut (pósitívt). For- skautsgeislarnir eru ekki teiknaðir. K bakskaut (negatívt). Sýnt er livern- ig bakskautsgeislarnir falla á málmplötuna k, en hún sendir frásérröngten- geislana (punktalínur), sem fara út í gegnum glerið. runi þeirra sitt með hvoru móti. Röntgengeislar eru framleiddii í þar til gerðum iofttæmdum Itylkjum (röntgenhylkjum), þar sem bakskautsgeislar (katóðugeislar, negatívar rafeindir) eru látnir falla á plötu úr hörðum lítt bræðanlegum málmi (sjá 2. mynd). Gammageislarnir eru aftur á móti kjarngeislar, en þeir stafa frá geislavirkum efnum, sem koma fyrir í náttúrunni. Geislavirk eru þau efni kölluð, er sjálfkrafa senda frá sér geisla, samfara því að frumeindir (atóm) þeirra breytast. Þekktust af þess- um efnum eru: Radíum, úraníum, plútónium, póloníum, þórium og radon. Geislarnir, sem þau senda frá sér, eru aðallega þrenns kon- ar, alfa-, beta-, og gamma-geislar. Alfa- og betageislarnir eru ekki rafsegulbylgjur, eins og gammageislarnir, heldur eru það örsmáar hraðfleygar efnisagnir hlaðnar rafmagni. Alfaagnirnar eru pósitívir helíumkjarnar, en betaagnirnar eru negatívar rafeindir (sjá 3. og 4. mynd). Svara betageislarnir þannig til bakskautsgeislanna í rönt- genhylkjunum, er áður voru nefndir, en alfageislarnir til forskauts- geislanna. Það eru þess'ar tvenns konar efnisagnir eða geislar, sem oftast er átt við, þegar talað er um geislaverkanir frá atómsprengj- um eða í úraníumnámum og kjarnorkuverum, en samfara útsend- ingu þeirra er myndun gammageislanna. Geislaverkanir eru venjulega mældar í einingu, sem nefnd er „curi“, kennd við Pétur og Maríu Curie, er fundu radíum fyrst manna árið 1898. Eitt curi er sú geislaverkun, sem eitt gramm af radíum gefur, þ. e. 37 biljónir alfaagna á einni sekúndu. Eining

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.