Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 47
KON OG KJARNORKA 41 skammtur fyrir menn, þá er sýnilegt hver voði er á ferðum, ef marg- ar slíkar sprengjur væru sprengdar á jörðinni á stuttum tíma. STÖKKBREYTINGAR AF VÖLDUM GEISLUNAR. Eins og áður var sagt, þá geta bæði röntgengeislar og kjarnageislar valdið stökkbreytingum á lífverum, og liafa verið gerðar margar tilraunir í þá átt, bæði á plöntum og dýrum. Geislaverkanir á kyn- frumur dýra liafa sýnt sig að valda stökkbreytingum, hliðstæðum hinum sjálfvöktu eðlilegu stökkbreytingum tegundarinnar. Aðeins tíðleiki stökkbreytinganna eykst við geislunina, og stendur aukn- ingin í réttu hlutfalli við geislamagnið, sem frumurnar taka á móti. Er þá miðað við það geislamagn, sem lífveran hefur fengið alls það sem af er ævinnar, því að verkanirnar leggjast saman (eru cumu- lativ). Sýnt hefur verið fram á það með tilraunum á músum, að það muni þurfa 40 röntgen til þess að tvöfalda tíðleika nýrra stökkbreyt- inga hjá einum ættlið. Yfirfært á manninn lítur dæmið þannig út: Tíðleiki hinna eðlilegu sjálfvöktu stökkbreytinga er 0,2 samkvæmt því, er áður var sagt, þ. e. hjá hverjum 10 manns eru 2 nýstökk- breytt kon. Varanleiki hverrar stökkbreytingar er að meðaltali 40 ættliðir, svo að hver maður hefur 8 stökkbreytt kon af þeim 10000, sem byggja upp eðlisfar hans. Ættliður, sem geislaður væri með 40 röntgen, mundi bæta við sig 0,2 stökkbreytingum á hvern mann, þ. e. hver maður í næsta ættlið á eftir mundi hafa 8,2 stökkbreytt kon í stað 8. Það væri aðeins 2,5% aukning, og myndi tæpast vera eftir henni tekið. Öðru máli gegnir, ef hver ættliðurinn eftir annan fengi þetta geislamagn, svo að við hvern ættlið bættust við 0,2 stökk- breytingar á hvern mann. Eftir 40 ættliði hefði þá hver maður 16 stökkbreytt kon í stað 8, og væri það sennilega mjög hættulegt fyrir mannkynið (5). Nú er fróðlegt að athuga í þessu sambandi, hversu þær atóm- sprengjur, sem sprengdar hafa verið hingað til, liafa aukið þær geislaverkanir, er á mannkynið eru lagðar í heild. Eins og áður var getið, þá er talið að hin eðlilega geislun, sem maðurinn býr við, sé 0,1 röntgen á ári. Þessi geislun er talin valda um 5% af þeim 0,2 stökkbreytingum á mann, er koma á hvern ættlið. Gizkað hefur verið á, að þær atómsprengjur, er sprengdar voru árið 1954, hafi aukið Iieildargeislunina á jörðinni um helming það ár, eða úr 0,1

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.